Líkt og far­ið hef­ur ekki fram hjá nokkr­um mann­i verð­ur öll­um sam­kom­u­tak­mörk­un­um af­létt á mið­nætt­i. Þett­a hef­ur vak­ið at­hygl­i út fyr­ir land­stein­an­a enda á­stand­ið víð­ast hvar ann­ars stað­ar ansi ó­líkt því sem verð­ur hér frá mið­nætt­i.

Er­lend­ir fjöl­miðl­ar fjall­a marg­ir um þenn­an merk­a á­fang­a í bar­átt­u Ís­lend­ing­a við COVID-19. Fransk­i mið­ill­inn La Tri­bu­ne fjall­ar um blað­a­mann­a­fund stjórn­vald­a í dag þar sem til­kynnt var um af­létt­ing­ar og vitn­ar til orða Katr­ín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herr­a og Svan­dís­ar Svav­ars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herr­a við það til­efn­i.

Frá blað­a­mann­a­fund­in­um í Þjóð­menn­ing­ar­hús­in­u fyrr í dag.
Fréttablaðið/Ernir

Re­u­ters seg­ir að þenn­an merk­is­dag megi þakk­a skip­u­lögð­um að­gerð­um stjórn­vald­a gegn veir­unn­i með um­fangs­mikl­um skim­un­um og smitr­akn­ing­u, auk sam­kom­u­tak­mark­an­a og sótt­varn­a­að­gerð­a.

Spænsk­a vef­síð­an Eur­op­e Press fjall­ar einn­ig um mál­ið og ger­ir grein fyr­ir vel heppn­aðr­i ból­u­setn­ing­ar­her­ferð hér­lend­is þar sem um 90 prós­ent Ís­lend­ing­a yfir 16 ára aldr­i hafi feng­ið að minnst­a kost­i einn skammt ból­u­efn­is.