Nú er lokið ríkis­­stjórnar­fundi sem hófst klukkan hálf tíu í ráð­herra­bú­­staðnum í Tjarnar­­götu. Þar ræddi ríkis­­stjórnin minnis­blað Þór­ólfs Guðna­­sonar sótt­varna­­læknis um að­­gerðir vegna Co­vid-far­aldursins.

Svan­­dís ræddi við blaða­­menn eftir fundinn. Sam­­kvæmt henni tekur ný reglu­­gerð gildi á mið­­nætti. Sam­komu­tak­­markanir hækka úr 500 í 2000 og grímu­­skyldu af­létt. Opnunar­­tími skemmti­­staða lengist um klukku­­stund. Hún vildi ekki tjá sig um fram­haldið á landa­­mærunum en að­­gerðir þar renna út 1. nóvember.

Af­létt verður í tveimur skrefum og Svan­­dís gerir ráð fyrir að full af­létting verði eftir fjórar vikur, gangi allt að óskum. Hún segir að ríkis­­stjórnin fari að mestu eftir til­­lögum Þór­ólfs. Hann hafi stungið upp á að fjölda­tak­­markanir hækki í þúsund eða tvö þúsund.

Að hennar sögn hafi sátt náðst að lokum innan ríkis­­stjórnarinnar en vitað sé að mis­munandi skoðanir séu um á­­fram­haldandi að­­gerðir.

Af­hentu Þór­ólfi minnis­blað fyrir fundinn

Katrín Jakobs­dóttir og Svan­­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra sendu Þór­ólfi minnis­blað fyrir fund ríkis­stjórnarinnar þar sem bent var á af­léttingu allra að­­gerða á Norður­löndunum, sem rök­stutt var með því að litlar líkur væru á að far­aldurinn ógnaði sam­­fé­laginu öllu þar sem bólu­­setningar­hlut­­fall er hátt. Hér á landi eru 75 prósent full­bólu­­sett, 89 prósent þeirra sem eru 12 ára og eldri.

Í minnis­blaði Þór­ólfs leggur hann til þrjár leiðir, að halda að­­gerðum ó­­breyttum, þrepa­­skiptar til­­slakanir eða af­léttingu allra tak­­markana.

Í gær greindust 80 Co­vid-smit, mesti fjöldi smita síðan í lok ágúst­­mánaðar, og hefur hlut­­fall óbólu­­settra meðal smitaðra verið oftast hærra en bólu­­settra. Af þeim sem greindust í gær voru 44 bólu­­settir en 36 óbólu­­settir. Af þeim sem greindust var 41 í sótt­kví en 39 utan.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.