Af­létting rýmingar fyrir hluta Seyðis­fjarðar hófst núna klukkan 14.30 og hefur neyðar­stig al­manna­varna á Seyðis­firði verið fært á hættu­stig. Enn er þó talin hætta á skriðu­föllum á á­kveðnum svæðum og verða þau á­fram rýmd. Þeir í­búar sem búa utan þeirra svæða verður heimilt að snúa aftur.

Sam­kvæmt til­kynningu frá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og lög­reglunni á Austur­landi haf ofan­flóða­sér­fræðingar Veður­stofu Ís­lands á­samt sam­starfs­aðilum metið hættu á frekari skriðu­föllum á Seyðis­firði og telja hana, eins og fyrr segir, enn til staðar.

Í til­kynningu eru í­búar sem fá að snúa aftur heim til sín á Seyðis­firði beðin að gefa sig fram við vega­lokun á Fjarðar­heiði og eru þau síðan beðin að halda sig heima þegar þangað er komið.

„Á­ríðandi er að í­búar haldi sig sem mest heima við þegar þangað er komið og þar til um hægist. Í­búar sem ekki hafa bif­reið til um­ráða gefi sig vin­sam­legast fram í fjölda­hjálpar­stöð í Egils­staða­skóla,“ segir í til­kynningunni.

Þá kemur einnig fram að verslun á Seyðis­firði sé lokuð og eru í­búar hvattir til að taka með sér vistir og að­föng.

„Al­menn um­ferð til Seyðis­fjarðar er háð tak­mörkunum. Ó­við­komandi um­ferð til Seyðis­fjarðar er ó­heimil sem fyrr. Þeir í­búar sem ekki geta snúið til síns heima geta mætt og fengið upp­lýsingar á fjölda­hjálpar­stöð í Egils­staða­skóla á Egils­stöðum,“ segir í til­kynningu.

Þær götur sem um ræðir eru þessar:

Dal­bakki
Ár­bakki
Gils­bakki
Hamra­bakki
Fjaðar­bakki
Leiru­bakki
Vestur­vegur
Norður­gata
Ránar­gata
Fjörður
Fjarðar­gata
Bjólfs­gata
Odda­gata
Öldu­gata
Bjólfs­bakki
Ár­stígur
Garðars­vegur
Hlíðar­vegur
Skóla­vegur
Suður­gata að Garðars­vegi
Austur­vegur að nr. 21
Langa­hlíð

Auk bæjanna

Dverga­steinn
Sunnu­holt
Sels­staðir

Hér að ofan má sjá kort af bænum þar sem hægt er að skoða hvar þessar götur eru í bænum og svo að neðan hvar skriðurnar féllu.

Hér má svo sjá hvar skriðurnar féllu.
Mynd/Fréttablaðið

Tilkynning almannavarnadeilar ríkislögreglustjóra er hér að neðan.

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Aurskriður á Seyðisfirði, rýming, aflétting að hluta.

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Sunday, 20 December 2020