Klukkan 21 í kvöld verður hluta rýmingar í Varmahlíð aflétt. Rýmingin var sett á í gær eftir að aurskriða féll fyrirvaralaust á og á milli húsa við Laugaveg.

Tekin var ákvörðun á fundi al­manna­varna­nefndar Skaga­fjarðar í dag um af­léttingu rýmingar á húsum við Norður­brún 5, 9 og 11 og við Lauga­veg 13 og 21, frá og með kl. 21 í kvöld.

Rýming er ó­breytt fyrir Norður­brún 7, Lauga­veg 15 og 17 og Lauga­hlíð.

Jafn­framt tók al­manna­varna­nefnd á­kvörðun um að af­létta lokun á skíða­svæðinu í Tinda­stóli frá og með klukkan 21 í kvöld þar sem ekki er talin hætta á frekari skriðu­föllum á svæðinu.

Unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum í dag

Í til­kynningu frá lög­reglunni segir að unnið hafi verið á vett­vangi í dag við rann­sóknir á or­sökum aur­skriðunnar og að að­gerðum til að fyrir­byggja frekara tjón. Segir að með þessum að­gerðum hafi tekist að þrengja hættu­svæðið.

Vinnu við frekari rann­sóknir, hreinsun og upp­byggingu verður haldið á­fram næstu daga.

Al­manna­varna­nefnd í­trekar beiðni til al­mennings um að virða lokanir þar sem þær eru í gildi.

Næsti fundur al­manna­varna­nefndar er klukkan 16 á morgun.