Rým­ing­u hef­ur ekki ver­ið af­létt í Kinn og Út­kinn. Hætt­u­stig er enn í gild­i á svæð­in­u en í það minnst­a tvær skrið­ur féll­u á svæð­in­u nærr­i Út­kinn í nótt. Veg­ur­inn um Kinn enn lok­að­ur al­mennr­i um­ferð.

Töl­u­verðr­i úr­kom­u er spáð í dag og í kvöld.

Myndin er tekin í dag í Útkinn.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Í til­kynn­ing­u frá lög­regl­unn­i á Norð­ur­land­i eystr­a kem­ur fram að nú sé ver­ið að afla upp­lýs­ing­a um stöð­un­a, mynd­a fjalls­hlíð­ar og leggj­a mat á vatns­magn og hætt­u á skrið­u­föll­um.

Næst­i stöð­u­fund­ur með sér­fræð­ing­um veð­ur­stof­unn­ar verð­ur hald­inn í lok dags.

Staðan verri en áður var talið

Fréttablaðið ræddi við Hermann Karlsson, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, á lögreglustöðinni á Akureyri í morgun.

„Staðan er verri en við vonuðumst til. Nú kom í ljós að skriður féllu í nótt, til allrar lukku á lokuðu svæði,“ sagði Hermann.

Bændur fengu fylgd inn á svæðið í morgun til að komast til mjalta og sáu þá að nýjar skriður féllu í nótt og bætt hafði í skriðurnar sem féllu á síðustu dögum.

Rýming stendur enn yfir en íbúar tólf bæja og eigendur sumarhúsa þurftu að yfirgefa heimili sín og bústaði í gær.