Verð­mæti sjávar­afla var nær 56 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022, sam­kvæmt bráða­birgða­tölum Hag­stofunnar. Það er 28 prósent meira en á sama tíma­bili í fyrra er verð­mætið var tæpir 44 milljarðar.

Verð­mæti botn­fisk­tegunda á fyrsta árs­fjórðungi var rúmir 34 milljarðar króna sem er fimm prósenta aukning milli ára. Loðnu­veiðar skiluðu um 19 milljörðum sem er 136 prósenta aukning frá fyrra ári.

Magn landaðs afla á fyrsta árs­fjórðungi var tæp 564 þúsund tonn en 239 þúsund tonn í fyrra. Aukninginer að mestu vegna 446 þúsund tonna loðnu­veiði en tæp 71 þúsund tonn af loðnu veiddust á fyrsta árs­fjórðungi ársins 2021.