Ellefu barna afi á áttræðisaldri kom konu til bjargar í Texas-fylki Bandaríkjanna á dögunum.

Óprúttinn maður var að stela bíl konunnar og hótaði henni með byssu, en þá kom hinn 73 ára gamli Simon Mancilla til bjargar.

Mancilla tók eftir því að ræninginn var að taka konuna hálstaki og ákvað að skerast í leikinn.

Þrjóturinn veitti mótspyrnu og sló gamla manninn nokkrum sinnum með byssuskafti skammbyssu sinnar. Að lokum tókst honum að stela bíl Mancilla.

Svæðismiðillinn KHOU hefur birt myndband af atvikinu og þar sjást átök mannanna, og síðan þegar afinn liggur eftir og byssumaðurinn keyrir á brott. Þá hafa bandarískir miðlar greint frá því að Mancilla sé þriggja barna faðir og ellefu barna afi.