Hrotta­fengið morð á kennara í út­hverfi Parísar sem átti sér stað síð­degis í dag er rann­sakað sem hryðju­verk. Þetta kemur fram á vef BBC en maðurinn hafði sýnt skop­myndir af Múhammeð spá­manni í kennslu­stund.

Maður vopnuðum stórum hníf er sagður hafa ráðist á manninn og afð­höfðað hann í grennd við skóla í Con­flans-Sainte-Honorine út­hverfi Parísar. Lög­regla skaut á­rásar­manninn til bana á vett­vangi.

Maðurinn hafði fyrir tíu dögum síðan rætt við fram­halds­skóla­nem­endur sína um skop­myndir af Múhammeð spá­manni. Honum barst í kjöl­farið hótanir auk kvartana frá for­eldra nemanda.

Emmanuel Macron, Frakk­lands­for­seti, sagði morðið á manninum hrotta­fengið. Það væri rann­sakað sem hryðju­verk og sagði hann að franska þjóðin stæði með fjöl­skyldu kennarans.