Náttúruverndarsamtök afhentu þingflokksformönnum allra flokka ljósmynd af Dynk eftir Árna Tryggvason, en Dynkur er einn þeirra fossa sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar vill færa úr verndarflokki rammaáætlunar. Samstöðufundir var haldinn fyrir framan Alþingishúsið þegar þingflokksformennirnir tóku á móti ljósmyndinni.
Til stendur að afgreiða hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um þriðja áfanga rammaáætlunar á næstunni og lýsa náttúruverndarsamtök þvæí sem þungu náttúruvernd á Íslandi.
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur og fulltrúi samtakanna Náttúrugrið afhenti þingflokksformönnunum ljósmyndina. „Við í náttúruverndarhreyfingunni segjum bara að þetta eru ekki bara dýrmæt svæði á íslenskan mælikvarða heldur einstök svæði í heiminum,“ sagði Snæbjörn.





