Náttúru­verndar­sam­tök af­hentu þing­flokks­for­mönnum allra flokka ljós­mynd af Dynk eftir Árna Tryggva­son, en Dynkur er einn þeirra fossa sem meiri­hluti um­hverfis- og sam­göngu­nefndar vill færa úr verndar­flokki ramma­á­ætlunar. Samstöðufundir var haldinn fyrir framan Alþingishúsið þegar þingflokksformennirnir tóku á móti ljósmyndinni.

Til stendur að af­greiða hug­myndir meiri­hluta um­hverfis- og sam­göngu­nefndar Al­þingis um þriðja á­fanga ramma­á­ætlunar á næstunni og lýsa náttúru­verndar­sam­tök þvæí sem þungu náttúru­vernd á Ís­landi.

Snæ­björn Guð­munds­son, jarð­fræðingur og full­trúi sam­takanna Náttúrugrið af­henti þing­flokks­for­mönnunum ljós­myndina. „Við í náttúru­verndar­hreyfingunni segjum bara að þetta eru ekki bara dýr­mæt svæði á ís­lenskan mæli­kvarða heldur ein­stök svæði í heiminum,“ sagði Snæ­björn.

Snæbjörn Guðmundsson fullrúi samtakanna Náttúrugrið afhenti ljósmyndina.
Fréttablaðið/Valli
Þingflokksformenn virtust ánægðir með ljósmyndina.
Fréttablaðið/Valli
Hópur fólks var viðstaddur samstöðufundinn.
Fréttablaðið/Valli
Dynkur er einn þeirra fossa sem meiri­hluti um­hverfis- og sam­göngu­nefndar vill færa úr verndar­flokki ramma­á­ætlunar.
Fréttablaðið/Valli
Þingflokksformennirnir virtu fyrir sér ljósmyndina.
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli