Full­trúar ís­lenskra náttúru­verndar­sam­taka og banda­ríska úti­vistar­vöru­fram­leiðandans Patagonia af­hentu í morgun Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Al­þingis undir­skriftir 180 þúsund manns sem skora á stjórn­völd að stöðva út­gáfu leyfa fyrir opnu sjó­kvía­eldi. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Síðast­liðið vor hleyptu Patagonia og WeMove af stað undir­skriftar­söfnun með stuðningi ís­lenskra náttúru­verndar­sam­taka, sem meðal annars var beint til Al­þingis. Þar birtist þessi á­skorun:

„Til stjórn­valda og þing­manna þjóð­þinga Ís­lands, Noregs, Skot­lands og Ír­lands: við sem á­hyggju­fullir borgarar í Evrópu skorum á ykkur að stöðva eyðingu villtra fiski­stofna og ná­lægðs líf­ríkis af völdum lax­eldis í opnum sjó­kvíum. Við hvetjum ykkur til að stöðva strax út­gáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjó­kvíeldis­stöðvum og setja fram skuld­bindandi á­ætlun um að nema þegar út­gefin leyfi úr gildi í á­föngum.“

Segir í til­kynningunni að djúp­stæðar á­hyggjur séu af skað­legum á­hrifum opins sjó­kvía­eldis á við­kvæmt líf­ríki strand­svæða og villta laxa- og urriða­stofna.

Segir að það liggi fyrir að sjó­kvía­eldis­iðnaðurinn glími við við­varandi vanda vegna sníkju­dýra og sjúk­dóma, sem hefur farið versnandi vegna sveiflna á sjávar­hita af völdum lofts­lags­breytinga.

Hreinir og ó­spilltir firðir Ís­lands á­samt heil­brigðum og sterkum urriða- og laxa­stofnum séu ó­metan­leg verð­mæti sem verði að vernda fyrir komandi kyn­slóðir.