Innlent

Vegabréf Sindra afhent fyrir framan lögreglu

​Verjandi vísar ásökunum um aðstoð við flótta Sindra Þórs á bug. Saksóknari hélt því fram í málflutningi í morgun að verjandinn hefði fært ákærða í gagnaversmálinu vegabréf sitt meðan hann var í gæsluvarðhaldi og þannig aðstoðað hann við að yfirgefa landið meðan rannsókn málsins stóð yfir.

Þorgils í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Fréttablaðið/Stefán

Þegar lögregla afhenti mér vegabréf skjólstæðings míns, var hún í raun og veru að afhenda honum sjálfum vegabréfið,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um þann málflutning saksóknara í málinu að Þorgils hafi verið grunaður um að aðstoða Sindra Þór við að komast af landi brott fyrr á árinu. 

Þorgils bendir á að hann sem verjandi komi einungis fram fyrir hönd umbjóðanda síns. Hann sé í hagsmunagæslu fyrir hann og hafi enga heimild til haldlagningar muna í eigu hans. Honum hafi því borið að afhenda Sindra vegabréfið og hafi gert það í viðurvist lögreglu.

Sjá einnig: „Ósannindi og dylgjur“ segir saksóknari

Í munnlegum málflutningi í morgun hélt Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari í gagnaversmálinu því fram að sími Þorgils hefði verið haldlagður af ástæðu enda verið rökstuddur grunur um að verjandinn hefði aðstoðað Sindra Þór við flóttann. Sindri hefði þannig óskað eftir því að Þorgils kæmi með vegabréf hans til fyrirtöku í dómi um framhald gæsluvarðhalds og hafi verjandi orðið við þeirri beiðni skjólstæðings síns og fært honum vegabréfið.

Munnlegur málflutningur um frávísun málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 

Sindri notaði ekki vegabréfið

Þorgils segir sér ekki heimilt að halda vegabréfi skjólstæðings síns og bætir því við að Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt.

Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari vísar til en ítrekar að auki að brottför Sindra hafi ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Ósannindi og dylgjur“ segir saksóknari

Dómsmál

Segir lögreglu einskis hafa svifist

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Auglýsing

Nýjast

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Auglýsing