Koen Kjartan, full­trúi belgíska fyrir­tækins Bolt, af­henti rétt í þessu Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra að gjöf eitt þúsund upp­runa­vott­orð fyrir græna orku.

Út­skýrði Kjartan fyrir for­sætis­ráð­herra á tröppum stjórnar­ráðsins að Bolt teldi að upp­runa­vott­orðin sem ganga kaupum og sölum geri grænni orku­vinnslu í Belgíu mikið ó­gagn.

Katrín svaraði því til að upp­runa­vott­orðin væru hluti af evrópsku reglu­verki sem Ís­land til­heyrir. Kvaðst hún mundu koma vott­orðunum í hendur orku­mála­ráð­herra. Hvert bréf stendur fyrir eina mega­vatt­stund af grænni orku.