Sól­borg Guð­brands­dóttir hitti Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, dóms­mála­ráð­herra í morgun og af­henti henni í kringum þrjú hundruð sögur af kyn­ferðis­of­beldi þar sem ger­endur eru undir tuttugu og fimm ára.

Sól­borg, sem hefur barist gegn kyn­ferðis­of­beldi á á­hrifa­ríkan hátt með því að halda úti síðunni Fá­vitar á Insta­gram á­samt því að fara með fyrir­lestra í skóla landsins, hefur undan­farna mánuði óskað eftir sögunum og vill hún með þeim undir­strika mikil­vægi þess að auka fræðslu um of­beldi í sam­fé­laginu.

Ótrúlega margt ungt fólk sem beitir ofbeldi

„Það er að ó­trú­lega margt ungt fólk verður fyrir of­beldi á grunn- og fram­halds­skóla­aldri og ó­trú­lega margt ungt fólk sem beitir of­beldi, oft án þess að hrein­lega gera sér grein fyrir því,“ segir Sól­borg í sam­tali við Frétta­blaðið. Sólborg segir alla þolendur frásagnanna einnig hafa verið undir tuttugu og fimm ára aldri þegar brotin áttu sér stað. Sólborg segir flestar sögurnar inni­halda of­beldi í nánum sam­böndum, of­beldi innan fjöl­skyldna, of­beldi innan skólanna, of­beldi gagn­vart sofandi mann­eskjum og þvingað „sam­þykki“.

Sólborg gaf Fréttablaðinu leyfi til þess að birta lítinn hluta af þeim sögum sem henni bárust og birtast þær í hlutum í fréttinni.

„Var 13 ára með strák sem var á sama aldri. Í fimm mánuði var ég neydd til þess að gera hluti sem mig langaði ekki að gera, hélt ég þyrfti að gera það því ég var nú kærastan hans.“

Ofbeldi ekki eðlilegt ástand

„Í fyrra fór ég um allt land og talaði við ung­linga og eftir að hafa haldið úti Fá­vita-síðunni í nokkur ár hef ég komist að því hvað kyn- og kynja­fræðsla er af skornum skammti í sam­fé­laginu okkar. Ungu fólki vantar við­mið, þau þurfa að fá fræðsluna um það hvað sé ó­eðli­legt og hvað sé eðli­legt til þess að þau geti bent á það þegar þau verða fyrir of­beldi eða beita því sjálf,“ segir hún.

Sól­borg segir ungt fólk hafa verið að óska eftir aukinni kyn­fræðslu í ára­tugi en að ein­hverra hluta vegna virðist kerfið þróast ansi hægt.

„Hann sann­færði mig líka um að ég gæti ekki hætt með sér því allar vin­konur mínar væru hrifnari af honum heldur en mér og að ég myndi enda vina­laus. Hann kallaði mig hóru, ljóta og mikið meira dag­lega og sagði að ég væri góð­gerðar­mál fyrir sér og ég væri í raun heppin. Ef ég neitaði honum barði hann mig eða hélt mér fastri á meðan hann nauðgaði mér.“

„Þetta verk­efni mitt er fram­hald af reynslu­sögum #MeT­oo, nema í stað á­kveðinnar starfs­stéttar erum við að tala um börn og ung­linga al­mennt. Ef við ætlum að gefa okkur út fyrir að vera al­gjör­lega til í að vernda börnin okkar þá skulum við líka gjöra svo vel að leita allra leiða til að tryggja það að þau búi í öruggu sam­fé­lagi. Það er hægt að koma í veg fyrir of­beldi með fræðslu. Of­beldi er ekki eðli­legt á­stand,“ segir Sól­borg.

„Hann sagðist ein­fald­lega þurfa kyn­líf á hverjum degi og þar sem ég væri kærastan hans ætti ég að koma til móts við hans þarfir. Ég vissi ekki að ég mætti segja nei þegar ég var ekki í stuði.“

Sól­borg segir Ás­laugu Örnu hafa tekið vel í verk­efnið og að hún hafi þegið sögurnar. Þá segist hún einnig hafa óskað eftir fundum með fleiri ráð­herrum og þing­mönnum til þess að geta af­hent þeim sögurnar.

„Þeir stjórn­mála­menn sem á­huga hafa geta sett sig í sam­band við mig. Þessi börn verða fyrir of­beldi og þau eiga betra skilið en að komið sé fram við þau eins og ein­tómar tölur á blaði.“

„Vildi ekki að fyrsta skiptið okkar saman væri þegar ég væri drukkin. Hann reddaði sér þá bara þegar ég var sofnuð.“

„Ég var með­vitundar­laus og hann not­færði sér það. Nokkrum dögum seinna hitti ég hann og hann sagði: „Ég var bara svo fokking graður.““

„Ég varð fyrir fyrsta kyn­ferðis­of­beldinu mínu þegar ég var 13 ára í 7. bekk. Það var strákur sem var einu ári eldri en ég, 14 ára. Við vorum í sama skóla og ég var á þessum tíma ekki búin að fá neina kyn­fræðslu. Brotið átti sér stað inn á bað­her­bergi skólans.“

„Hann segir við mig: „Ef þú sefur ekki hjá mér þá sýni ég vinum mínum myndir/mynd­bönd af þér."“