Frum­varp heil­brigðis­ráð­herra um af­glæpa­væðingu neyslu­skammta er nú komið í sam­ráðs­gáttina. Þar segir að til­efni frum­varpsins sé hluti af stefnu­mörkun stjórn­valda að með­höndla eigi vanda vímu­efna­not­enda í ís­lensku sam­fé­lagi í heil­brigðis­kerfinu fremur en dóms­kerfinu. Þar eru lagðar til breytingar á því að kaup og varsla á svo­kölluðum neyslu­skömmtum verði heimiluð. Ráð­herra mun segja til um í reglu­gerð í sam­ráði við lög­reglu og not­endur hversu mikið magn teljist sem neysluskammtur.

Þá er lagt til að ekki skuli gera upp­tæk efni sem eru í vörslu ein­stak­linga sem eru 18 ára og eldri þegar magn þeirra er innan þess sem talist getur til eigin nota.

Þá segir að efa­semdir hafi farið vaxandi um gagn­semi al­þjóð­legrar bar­áttu gegn vímu­efnum og að í stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar sé kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkni­efna og að leggja skuli á­herslu á for­varnir og lýð­heilsu.

Frum­varpið byggir á hug­mynda­fræði skaða­minnkunar sem vísar til stefna, verk­efna og verk­lags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsu­fars­legum, fé­lags­legum og efna­hags­legum af­leiðingum notkunar lög­legra og ó­lög­legra vímu­efna án þess að mark­miðið sé að draga úr vímu­efna­notkun. Skaða­minnkun gagnast fólki sem notar vímu­efni, fjöl­skyldum þeirra, nær­sam­fé­lagi notandans og sam­fé­laginu í heild.