Af­ganska frétta­­stofan Tolo News full­yrðir að Ashraf Ghani, for­­seti Af­gan­istan, hafi flúið land á­­samt fyrr­verandi vara­­for­­setanum Am­rullah Saleh. Fregnir herma að þeir hafi farið til Tads­íkist­an og þaðan fari þeir til annars lands. Fjöldi hátt­settra em­bættis­manna hefur flúið land á síðustu dögum er Tali­banar her­taka hvert héraðið og borgina á fætur annarri og er nú komnir til höfuð­borgarinnar Kabúl.

Samninga­­menn Tali­bana komu til for­­seta­hallarinnar í Kabúl fyrr í dag til við­ræðna við stjórn­völd. Þeir höfðu áður krafist þess að Ghani segði af sér, slíkt væri for­­senda fyrir samninga­við­ræðum um pólitíska lausn á­takanna í Af­gan­istan.

Upp­fært kl. 14:00

Hátt­settur em­bættis­maður í af­ganska innan­ríkis­ráðu­neytinu hefur stað­fest að Ghani sé farinn til Tads­íkist­an í sam­tali við Reu­ters. Hann sagðist ekki geta veitt frekari upp­lýsingar af öryggis­á­stæðum.