Afgan­istan er á leiðinni í öfuga átt við mann­réttinda­yfir­lýsingu Sam­einuðu þjóðanna sam­kvæmt nýrri skýrslu af­gönsku mann­réttinda­sam­takanna Af­g­hanistan Human Rig­hts D­ef­enders Commi­ttee (AHR­DC) sem málar upp svarta mynd af á­standinu í landinu í kjöl­far valda­töku Talí­bana.

„Af­ganskir ríkis­borgarar eiga erfitt með að fá grund­vallar­mann­réttindi sín virt innan landsins. Sak­lausir Af­ganar standa nú and­spænis bylgju hörmunga og mis­mununar á grund­velli kyn­þáttar, hörunds­litar, trúar­bragða, kyns, tungu­máls, stjórn­mála auk sam­fé­lags­stöðu og annarra þátta,“ segir í inn­gangi skýrslunnar sem var gefin út 10. desember síðast­liðinn.

Í skýrslunni eru margir þættir nefndir sem að sögn AHR­DC er að hraka gífur­lega og valda miklum ó­stöðug­leika í landinu. Öryggis­á­standið í Afgan­istan er í miklu ó­jafn­vægi eftir valda­töku Talí­bana og að sögn AHR­DC eru fáar vís­bendingar um að öfga­hreyfingin hafi breyst til hins betra þrátt fyrir í­trekaðar yfir­lýsingar til al­þjóða­sam­fé­lagsins um hið gagn­stæða.

Sak­lausir Af­ganar standa nú and­spænis bylgju hörmunga og mis­mununar á grund­velli kyn­þáttar, hörunds­litar, trúar­bragða, kyns, tungu­máls, stjórn­mála auk sam­fé­lags­stöðu og annarra þátta.

Lík á götum úti

Upp­gangur Íslamska ríkisins í Khorasan-héraði (ISIS-K) hefur ollið tíðum á­tökum við hina ríkjandi Talí­bana og hafa hryðju­verka­á­rásir farið ört vaxandi um gjör­vallt Afgan­istan. Í byrjun nóvember létust rúm­lega 25 manns þegar víga­menn ISIS-K réðust á stærsta her­spítalann í Kabúl og í lok ágúst létust 183 manns þegar hryðju­verka­sam­tökin gerðu sjálfs­vígs­á­rás á Hamid Karzai al­þjóða­flug­völlinn.

„Vaxandi fjöldi skipu­lagðra ISIS-K á­rása í kringum landið, á­rásir á moskur sjíta-múslima, opin­berar bar­smíðar, manns­hvörf, nætur­á­rásir, hús­leitir, auknar hand­tökur, af­tökur utan dóm­stóla á borgurum, mann­réttinda­vörðum, fjöl­miðla­fólki, að­gerða­sinnum og fyrrum ríkis­starfs­mönnum mótar öryggis­á­standið í heild sinni,“ segir í skýrslu AHR­DC.

Á­rásir vopnaðra byssu­manna, glæpir og mann­rán hafa aukist til muna í stærstu borgum landsins á borð við Kabúl, Herat og Mazar-i-Sharif. Að sögn AHR­DC eru flest fórnar­lömb mann­rána tekin af lífi þrátt fyrir að fjöl­skyldur þeirra greiði lausnar­gjald. Reglu­lega finnast illa leikin lík á götum áður­nefndra borga. Þá er grund­vallar­á­standinu í landinu lýst sem upp­fullu af ótta og ör­væntingu.

„Talí­bönum, þrátt fyrir lof­orð sín um að tryggja öryggi, hefur mis­tekist að halda friðinn í borgum landsins. Rán, glæpir og skipu­lögð glæpa­starf­semi, þar með talið mann­rán, eru orðin dag­legt brauð í öllum stærstu borgum landsins,“ segir í skýrslunni.

Heilbrigðiskerfið í Afganistan er komið á ystu nöf. Hér sést afgönsk kona tengd við súrefnistank fyrir utan spítala í Kabúl.
Fréttablaðið/Getty

Milljónir standa and­spænis hungur­sneyð

Stærsta ógnin sem stafar að Af­gönum er þó ekki of­beldi heldur hungur­sneyð. Matar­hjálp Sam­einuðu þjóðanna á­ætlar að hátt í 23 milljónir þeirra tæpu 39 milljóna sem búa í landinu standi frammi fyrir hungur­sneyð og að ein milljón barna muni deyja ef ekkert verði að gert.

Í skýrslu AHR­DC kemur fram að fá­tækt hafi aukist gífur­lega og að­gengi að nauð­syn­legri þjónustu hrakað mikið. Ríkis­starfs­menn hafa ekki fengið greidd laun í minnst fimm mánuði og hafa læknar og heil­brigðis­starfs­menn til að mynda þurft að vinna kaup­laust undir sí­versnandi kring­um­stæðum sem lýsir sér meðal annars í því að sjúkra­vörur og lyf eru nánast ó­fáan­leg. Þá er efna­hagur landsins að hruni kominn og mikil höft eru á banka­starf­semi. Ein­staklingar mega til að mynda að­eins taka út um 200 Banda­ríkja­dali, and­virði um 26.000 ís­lenskra króna, í viku hverri.

Afgan­istan hefur lengi verið háð neyðar­að­stoð utan­að­komandi ríkja en eftir valda­töku Talí­bana í ágúst hefur það fjár­magn meira og minna þurrkast upp vegna þess að vest­ræn ríki vilja ekki viður­kenna ríkis­stjórn öfga­hreyfingarinnar. Sum mann­úðar­sam­tök og fjár­sterkir aðilar hafa þó farið þá leið að veita fjár­magni beint inn í heil­brigðis­kerfið án milli­göngu Talí­bana. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að jafn­vel þótt takist að greiða úr þessari flækju þá þurfi grettis­tak til að koma landinu á réttan kjöl.

„Mann­úðar­að­stoð mun hugsan­lega ekki nægja til að bjarga fólki ef við­eig­andi efna­hags­legar lausnir verða ekki fundnar á nú­verandi sjálf­heldu. Á­form um matar­pakka og fjár­stuðning fyrir fjöl­skyldur í bágri stöðu frá hinum og þessum þjóð­legum og al­þjóð­legum sam­tökum mun hugsan­lega ekki duga til að bjarga fólki frá komandi vetrar­hörkum, frosti og þurrkum,“ segir í skýrslunni.

Mann­réttindi og lýð­ræði hrein mar­tröð

Þá kemur skýrt fram í skýrslunni hversu mikið bak­slag valda­taka Talí­bana hefur haft á borgara­legt frelsi í Afgan­istan. Talí­banar hafa ekki að­eins tekið yfir ríkis­valdið í landinu heldur náð tangar­haldi á fjöl­miðlum og upp­lýsinga­gjöf í landinu svo mál­frelsi og að­gengi að upp­lýsingum er lítið sem ekkert.

„Grund­vallar­réttindi er orðin að mýtu. Að ræða mál­efni borgara­legs sam­fé­lags, mann­réttinda og lýð­ræðis er mar­tröð. Tjáningar­frelsið hefur enga merkingu lengur fyrir opin­bera aðila í landinu. Litið er á upp­lýsinga­að­gengi sem synd,“ segir í skýrslu AHR­DC.

Að sögn höfunda skýrslunnar eru blaða­menn og að­gerða­sinnar í sér­stak­lega mikilli hættu. Fjöl­miðla­fólk hefur verið hand­tekið og mátt sæta pyndingum dögum saman og meira en 153 fjöl­miðla­úti­búum hefur verið lokað. Þá hefur verið hart tekið á mót­mælum fyrir kven­réttindum og konur sem hafa and­mælt skertum réttindum sínum hefur verið hótað of­beldi, hand­töku og líf­láti. Fólk þorir ekki einu sinni að tjá skoðun sína á sam­fé­lags­miðlum af ótta við refsi­að­gerðir.

Grund­vallar­réttindi er orðin að mýtu. Að ræða mál­efni borgara­legs sam­fé­lags, mann­réttinda og lýð­ræðis er mar­tröð.

Tveir Talíbanar standa vörð í Bazarak í Panjshir-dal, síðasta héraðinu sem féll í hendur Talíbana í september 2021.
Fréttablaðið/Getty

Ó­starf­hæf ríkis­stjórn

Heilt á litið þá er á­standið fyrir mann­réttinda­verði mjög ógn­vekjandi í Afgan­istan. Virkni borgara­legs sam­fé­lags er sagt hafa hrakað gífur­lega vegna pólitísks ó­stöðu­leika undan­farinna missera.

Sam­kvæmt upp­lýsingum mann­réttinda­varða AHR­DC voru fjórir mann­réttinda­verðir myrtir á því tíma­bili sem skýrslan var tekin saman. Þá eru upp­lýsingar um að 21 sak­sóknarar og dómarar hafi verið myrtir ný­lega auk níu frjáls­lyndra Íslamskra fræði­manna sem gagn­rýndu öfga­full við­horf Íslam­ista.

„Í ljósi áður­nefndrar greiningar sést að neyðar­á­stand ríkir fyrir mann­réttindi og mann­réttinda­verði í landinu. Á­standið sýnir skýrt að mann­réttinda­verðir og bar­áttu­fólk fyrir mann­réttindum vinna í um­hverfi þar sem ekkert öryggi og enga vernd er að hafa frá ríkis­stjórninni. Ríkis­stjórn með starfandi lög­gjöf er í raun ekki til staðar í landinu. Hvorki lög­regla né dóms­vald eru starfandi en tugir með­ferða utan dóm­stóla eiga sér þó stað dag­lega.“