Áfengissala hjá ÁTVR var 17.999 þús. lítrar fyrstu níu mánuði ársins, sem er tæplega 10% minni sala en árið 2021 en þá seldust 19.869 þús. lítrar af áfengi.

Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við Fréttablaðið.
Athygli vekur að samdrátturinn á sér stað á sama tíma og metfjöldi ferðamanna hefur heimsótt Ísland. Hlutur þeirra í neyslunni liggur þó ekki fyrir að sögn Sigrúnar. Hún segist ekki hafa aðrar skýringar á samdrættinum en þær að margir Íslendingar fóru í ferðalög út fyrir landsteinana á þessu ári og hafi þá ekki keypt áfengi innanlands á meðan. Þá hafi Covid-árin hér á landi verið mikil drykkjuár.
Fríhöfnin var meira og minna lokuð í Covid. Áætluð markaðshlutdeild hennar er um 14 prósent.