Vöru­gjöld af bensíni, á­fengis­gjald, tóbaks­gjald og olíu­gjald munu hækka um 2,5 prósent á næsta ári, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpinu sem kynnt var í morgun.

Marg­vís­leg gjöld hækka um 2,5 prósent á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpinu sem kynnt var í morgun.

Þetta á til dæmis við um á­fengis­gjald en gert er ráð fyrir að þetta gjald skili ríkis­sjóði 20,25 milljörðum króna á næsta ári. Tóbaks­gjald mun einnig hækka um sömu prósentu­tölu og mun það skila ríkis­sjóði rétt rúmum sex milljörðum króna.

Þá er lagt til að olíu­gjald, kíló­metra­gjald og sér­stakt kíló­metra­gjald hækki um 2,5 prósent. Kíló­metra­gjald er greitt af skráðum bif­reiðum sem eru 10.000 kíló eða meira en sér­stakt kíló­metra­gjald af bif­reiðum sem eru 5.000 kíló eða meira.

Vöru­gjöld af bensíni munu einnig hækka um 2,5 prósent og skila ríkis­sjóði 9,7 milljörðum króna á næsta ári. Það er fleira sem hækkar um 2,5 prósent, til dæmis sér­stakt gjald til Ríkis­út­varpsins og gjald í Fram­kvæmda­sjóð aldraðra.