Varð­skipið Þór er nú á leið til Flat­eyrar með á­falla­hjálpar­teymi og mat sem sótt var til Ísa­fjarðar í morgun. Skipið hefur við­komu í Bolungar­vík þar sem tveir úr á­falla­t­eyminu verða sóttir. Gert er ráð fyrir að skipið verði komið aftur til Flat­eyrar um klukkan ellefu.

Þetta kemur fram í færslu á Face­book-síðu Land­helgis­gæslunnar, en líkt og greint hefur verið frá féllu þrjú stór snjó­flóð á Vest­fjörðum í nótt; tvö á Flat­eyri og eitt í Súganda­firði.

Skipið hefur verið á Ísa­firði undan­farna daga vegna veðursins en það flutti björgunar­sveitar­fólk, lækni og lög­reglu­menn til Flat­eyrar eftir snjó­flóðið í nótt. Sömu­leiðis flutti varð­skipið ung­lings­stúlku sem bjargað var úr snjó­flóðinu til Ísa­fjarðar í morgun. Stúlkan slapp ó­meidd.

Varðskipið Þór lagði aftur af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan níu í morgun með áfallahjálparteymi og...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Wednesday, January 15, 2020