„Það er á­fall að sjá eyði­legginguna á Seyðis­firði. Þau merku hús sem unnið hefur verið að því að endur­gera og við­halda, af mikilli ást­ríðu og þolin­mæði, eru sum horfin og önnur stór­skemmd og ljóst að hér hefur orðið ó­metan­legt tjón fyrir minja­sögu okkar. En það er hugur í Seyð­firðingum – bjart­sýni og þraut­seigja sem eftir er tekið, og við munum vinna að því sam­einingu að byggja upp sam­fé­lagið að nýju,“ segir Lilja Al­freðs­dóttir mennta- og menningar­mála­ráð­herra, í til­kynningu.

Hún heim­sótti Seyðis­fjörð í gær á­samt full­trúum Minja­stofnunar Ís­lands og Margréti Hall­gríms­dóttur þjóð­minja­verði til þess að skoða að­stæður og ræða við heima­menn um næstu skref.

Eins og fram hefur komið ollu aur­flóðin sem féllu á Seyðis­firði í desember miklu tjóni á bæði hý­býlum fólks og sögu­legum byggingum í bænum.

Meðal húsa á skriðu­svæðinu voru fjórar byggingar sem hýsa Tækni­minja­safn Austur­lands sem er byggða­safn Seyð­firðinga, Gamla ríkið, Turninn – elsti sölu­turn landsins byggður í ó­venju­legum víkinga­rómantískum dreka­stíl og húsið Angró sem var síldar­söltunar­hús, í­búðar- og sjó­manna­hús byggt af Ottó W­at­hne. Elstu húsin sem skemmdust voru byggð um árið 1880.