Fjölnir Sæ­munds­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, fagnar því að heimila eigi raf­byssur enda ætti slíkt að gera hand­tökur auð­veldari.

Fjölnir segir það koma á ó­vart hve mikil tregða er til dæmis meðal ráða­manna og al­mennings að viður­kenna að sam­fé­lag okkar hefur tekið breytingum. Nefnir hann fréttir um vopnaða ein­stak­linga, fram­leiðslu á fíkni­efnum, al­var­legar líkams­á­rásir og á­form um hryðju­verk. „Þetta er oft sá veru­leiki sem blasir við lög­reglunni,“ segir hann í við­tali við Morgun­blaðið í dag.

Greint var frá því á dögunum að Jón Gunnars­son hefði á­kveðið að hefja vinnu sem miðar að því að heimila lög­reglu að nota raf­byssur. Sagði Jón við það til­efni að mikil­vægt væri að efla lög­regluna til að hún gæti tryggt öryggi borgara landsins.

Fjölnir tekur undir þetta og bendir á að harkan í undir­heimunum sé að aukast og þá verði að hafa í huga að lög­regla er í dag skipuð fremur ungu fólki með tak­markaða reynslu. „Meðal­aldur þeirra sem eru í al­mennu lög­gæslunni á höfuð­borgar­svæðinu í dag er 27 ár og tími í starfi er að jafnaði þrjú ár. Af þessu hef ég á­hyggjur.

Hann bendir jafn­framt á að rann­sóknir og reynsla, til dæmis frá Bret­landi, bendi til að raf­byssur hafi fælingar­mátt. Í átta af hverjum tíu til­vikum dugi orð lög­reglu­manns um að vopnið sé innan seilingar til að við­komandi gefist upp.

„Ef raf­­varn­ar­vopn geta auð­veldað að stöðva fólk sem er hættu­­legt er til mik­ils unnið,“ segir hann meðal annars við Morgun­blaðið í dag.