Páll Bald­vin Bald­vins­son, bók­mennta­fræðingur og blaða­maður, vill að engu leyti tjá sig um á­sakanir um rit­stuld vegna bókar sinnar Síldar­árin 1867-1969 í sam­tali við Frétta­blaðið að öðru leyti en því sem fram hefur komið. Hann hafi ekki verið með vilja gerður og búið sé að biðjast af­sökunar vegna málsins.

Fram kom í Morgun­blaðinu í dag að Jón Ólafur Björg­vins­son, greinar­höfundur á Sigló.is, hefði sakað Pál um rit­stuld. Skrifaði hann ítar­legan pistil þess efnis á Trölla.is í fyrra­dag og full­yrti að að síldar­sögur og önnur skrif hefðu verið notuð í leyfis­leysi í bókinni.

„En hann gleymir aftur og aftur að upp­lýsa okkur les­endur á skiljan­legan hátt um úr hvaða heimildum ri­tefnið kemur á þeim síðum sem þær birtast og þar af leiðandi er það ó­mögu­legt fyrir lesandann að vita hvað Páll Bald­vin hefur skrifað sjálfur og hvað aðrir hafa ritað áður,“ skrifar Jón í pistli á Trölli.is.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Páll að hann hafi engu við málið að bæta en það sem þegar hafi komið fram. Sjálfur svaraði hann færslu Jóns inn á Trölla.is þar sem hann baðst af­sökunar. Haft er eftir honum í Mogganum að leiðin­legast sé að mis­tökin hafi farið í gegnum þrjár síur, sig, rit­stjóra og próf­arka­lesara.

„Góðan dag. Til að gera langt mál stutt þá urðu þau mis­tök við frá­gang á heimilda­skrá Síldar­áranna sem kom út á liðnu hausti að heimilda var ekki getið að fullu um þýðingu og styttingu Jóns Björg­vins­sonar á tveimur stöðum í bókinni: birt var þýðing hans á texta eftir Ed­mund Back sem Jón birti á vefnum Siglo.is og einungis vísað á vef­slóð en fylgdi ekki nafn höfundar né þýðanda. Þetta er miður og áaf­sakan­legt, en ná­kvæm til­vísun fór fram­hjá mér, rit­stjóra og próf­arkar­lesurum,“ skrifar Páll í at­huga­semd við færslu Jóns.