Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að þær að­gerðir sem ríkis­stjórnin hafi kynnt í morgun vegna Sam­herja­málsins, séu á­fram­haldandi plástra­pólitík ríkis­stjórnarinnar. Þá setur hún spurningar­merki við að­komu Kristjáns Þórs Júlíus­sonar, sjávar­út­vegs­ráð­herra, að að­gerðunum.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá á­kvað ríkis­stjórnin á fundi sínum í morgun að grípa til að­­gerða í því skyni að auka traust á ís­­lensku at­vinnu­lífi. Sjö að­gerðir voru kynntar, þar sem meðal annars var lögð á­hersla á aukið gagn­­sæi í rekstri, úr­­bætur á fisk­veiðum á al­­þjóða­vett­vangi og varnir gegn hags­muna­á­­rekstrum og mútu­brotum.

Efli ekki traust á stjórn­málum

„Hún hefur hér kjörið tæki­færi til að ráðast í grund­vallar­breytingar á fisk­veiði­stjórnunar­kerfinu og sömu­leiðis að koma auð­linda­á­kvæði stjórnar­skrárinnar í gegn og hefur til þess ríkan stuðning al­mennings,“ segir Þór­hildur Sunna í sam­tali við Frétta­blaðið, spurð út í sín fyrstu við­brögð við til­kynningu ríkis­stjórnarinnar.

Hún segir við­brögðin alls ekki nóg. Frum­varp for­sætis­ráð­herra um upp­ljóstrara dugi til að mynda ekki til, til þess að vernda Jóhannes Stefáns­son, upp­ljóstrarann í Sam­herja­málinu.

„Svo er engri at­hygli beint að fjár­festingar­leið Seðla­bankans, en það kemur fram í um­fjöllun Stundarinnar að þetta illa fengna fé frá Namibíu hafi að hluta til verið komið inn í ís­lenska lög­sögu í gegnum fjár­festingar­leið Seðla­banka Ís­lands og mér þykir mikil­vægt að ríkis­stjórn Ís­lands sýni ein­hver við­brögð við því.“

Þá segir hún at­huga­vert að ríkis­stjórn hafi ekki leitað ráða hjá sið­fræði­stofnun vegna málsins. „Mér finnst að ríkis­stjórnin mætti hugsa sig vand­lega um hvort hún haldi að þessar að­gerðir séu til þess fallnar að efla traust al­mennings á stjórn­málum. Ég held að ríkis­stjórninni væri nær að lög­festa nýja stjórnar­skrá.“

Sagðist ætla að segja sig frá málum tengdum Samherja

„Svo er ýmis­legt annað við þetta að at­huga. Í fyrsta lagi, af hverju sat sjávar­út­vegs­ráð­herra þennan fund? Hann hefur sagst ætla að segja sig frá öllum málum tengdum Sam­herja og þá væntan­lega líka við­brögðum við Sam­herja­málinu,“ segir Þór­hildur.

Hún segir að sér sé fyrir­munað að skilja hvers vegna for­sætis­ráð­herra og sjávar­út­vegs­ráð­herra skilji ekki hvað það sé að segja sig frá málum. „Af hverju er sjávar­út­vegs­ráð­herra með á fundi ríkis­stjórnarinnar um við­brögð við Sam­herja­málinu eftir að hann er búinn að segja sig frá Sam­herja­málinu? Mér finnst það kalla á skýringar.“

Þór­hildur segir til­ganginn með því að segja sig frá slíkum málum að hafa ekki á­hrif á á­kvarðana­töku í þeim. „Þarna ætlar hann að vera með beint frum­kvæði að vissum að­gerðum ríkis­stjórnarinnar og situr fundi þar sem að­gerðirnar eru á­kveðnar, það kalla ég vafa­samt.“ Hún segist ekki sjá aðrar skýringar en þær að ríkis­stjórnin skilji ekki stjórn­sýslu­lög eða vilji hrein­lega plata al­menning.

Vill fá svör um það hvort sama al­manna­tengsla­fyrir­tæki verði notað

Þá segist Þór­hildur hafa rekið augun í það að utan­ríkis­ráðu­neytið ætli sér að fylgjast með um­fjöllun er­lendis og að það hafi undir­búið við­brögð vegna orð­sporðs­hnekkis er­lendis.

Hún segist vilja fá svör við því hvort að þar standi til að nýta sér þjónustu al­manna­tengsla­fyrir­tækisins Bur­son-Mar­steller, sem ráðu­neytið hefur nýtt sér frá hléum frá árinu 2012.

„Við þekkjum það auð­vitað frá upp­reist æru málinu, þar var þetta fyrir­tæki notað til að rægja konurnar sem stóðu í þessari bar­áttu, fyrir því að fá upp­lýsingar um upp­reist æru og til þess að fegra í­mynd þá­verandi for­sætis­ráð­herra út á við,“ segir Þór­hildur.

„Ég myndi vilja vita, hvort það standi til í þessu máli. Vegna þess að mér þykir ekki for­svaran­legt að peningar skatt­greið­enda fari í það að greiða þessu vafa­sama fyrir­tæki fyrir al­manna­tengsl og af­skipti af um­fjöllun fjöl­miðla er­lendis.“