Þórunn Svein­björns­dóttir, for­maður Lands­sam­bands eldri borgara, segir ein­mana­leikann meðal eldri borgara landsins á þessari stundu kalla á að­gerðir. Hún nefndi meðal annars dæmi af ein­mana eldri konu sem hefur ekki þorað út í búð vegna þess að þar fylgi fólk ekki reglum sam­komu­banns. Þetta kom fram á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag.

„Það sem við finnum mest fyrir er ein­mana­leikinn. Hann er að verða hættu­legur og djúp­stæður og það kallar á að­gerðir,“ segir Þórunn. Sjálf er hún orðin síma­vinur hjá Reykja­víkur­borg og eru á milli eitt­hundrað og tvö­hundruð manns orðnir síma­vinir.

„Það sem ég heyri frá þeim sem eru ein­mana er það að sumir eru hættir að þora út í búð,“ segir Þórunn.

„Síðast í morgun talaði ég við konu sem sagðist vera hætt að þora út í búð því henni finnst allir vera að rekast utan í sig. Hvað á ég að gera? spyr hún mig. Af hverju hlýðir þetta fólk ekki Víði?“

Þórunn segir átak Reykja­víkur­borgar skipta sköpum og þá sýni spjald­tölvu­gjafir til hjúkrunar­heimila að tæknin skipti miklu til að bæta líf eldri borgara.

„Eitt sím­tal getur breytt lífi. Og einn af þessum síma­vinum sem komu í þetta kerfi frá Reykja­víkur­borg sagði við sinn síma­vin: „Veistu það, það er allt í einu fólk að hringja í mig núna, sem ég hef ekki heyrt í, í fjögur, fimm ár,“ segir Þórunn.

Hún segir mikil­vægt sem aldrei fyrr að sam­fé­lagið haldi utan um eldri borgara. „Lítil stúlka sagði við mig í gær­kvöldi: Hve­nær má ég knúsa ömmu og afa?“ segir Þórunn. „Ég á barna­börn og get ekki beðið eftir því að knúsa þau.“