Eftir helgina er liðið eitt ár frá ör­laga­ríku slysi sem Svava Magnús­dóttir og vin­konu­hópur hennar varð fyrir á Tenerife þegar toppur af pálma­tré féll ofan á þær, þar sem þær höfðu ný­verið sest niður á veitinga­stað.

Svava varð fyrir al­var­legum mænu­skaða og er lömuð fyrir neðan mitti. Svava segir frá slysinu og lífinu eftir slysið í við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins. Hún rifjar meðal annars upp augna­blikið þegar hún áttaði sig á því að eitt­hvað al­var­legt væri á seyði.

Svava var á Tenerife með vin­konum sínum og kom hópurinn til eyjunnar á mið­viku­degi. Á sunnu­deginum á­kvað hópurinn að taka rölt með­fram ströndinni auk þess sem farið var í fóta­nudd og fiski-spa.

„Við á­kváðum svo að kíkja inn á þennan stað sem stendur við ströndina, við völdum hann því hann heitir Moli eins og hundur Guð­bjargar, okkur fannst það bara voða skemmti­leg til­viljun.

Okkur var vísað til sætis og ég sat við hliðina á Sif og Silla var á endanum og Guð­björg og Íris sátu á móti okkur. Við vorum ný­búnar að leggja frá okkur símana eftir að hafa skoðað mat­seðlana þar, þegar ég skyndi­lega gat ekki andað.

Allt í einu var ég bara í keng og hugsaði bara með mér: Af hverju get ég ekki andað? Hvað í fjandanum er í gangi?“ segir Svava sem gerði sér illa grein fyrir því hvað hafði gerst en toppur af sex til átta metra háu pálma­tré hafði brotnað af og fallið niður þar sem vin­konurnar sátu og gerðu sig til­búnar til að panta.“