Anna Þóra Björns­dóttir, eig­andi gler­augna­verslunarinnar Sjáðu á Hverfis­götu, segist vera lang­þreytt á að fylgjast með mann­lausu fram­kvæmda­svæði á gatna­mótum Hverfis­götu og Ingólfs­strætis í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segir það hafa haft mikil á­hrif á sín við­skipti. Hún vakti fyrst at­hygli á þessu á Face­book síðu sinni þar sem hún spurði hrein­lega hvers vegna enginn sé að vinna á svæðinu.

Eins og fram hefur komið hófust fram­kvæmdir 20. maí og var gatna­mótunum lokað fyrir um­ferð þann 19. júní síðast­liðinn. Ekki er ráð­gert að opna gatna­mótin aftur fyrr en í lok þessa mánaðar. Unnið er að því að endur­nýja lagnir, esm og allt yfir­borð götu og gang­stétta.

„Mér finnst bara svo skrítið hvað það eru fáir þarna og oft margir dagar þar sem er hrein­lega enginn þarna,“ segir Anna. „Ég nota bíla­stæða­húsið þarna oft á dag og núna var ég að labba upp þarna og bara einn maður,“ segir Anna.

„Ég skil bara ekki af hverju það er ekki her af fólki að gera þetta, það er bongó­blíða og sumar. Það var aldrei neinn þarna í gær þegar ég fór þarna, ég bara fatta þetta ekki,“ segir Anna. „Maður heyrði í fyrra þegar það voru fram­kvæmdir að það væri ekkert hægt að gera af því að það væri svo leiðin­legt veður. Nú er búið að vera blíða í allt sumar.“

„Þetta eyði­leggur rosa­lega mikið fyrir öllum hérna. Það er rosa­lega slæmt að­gengi. Fólk á bara í erfið­leikum með að komast hingað, þar sem það er verið að vinna á svo mörgum stöðum í einu,“ segist Anna sem segist skilja þörfina á endur­nýjun.

„Auð­vitað þarf að laga og skipta um en vertu þá með her af fólki og kláraðu þetta bara, ekki eitt­hvað svona tutl,“ segir Anna sem segir spurð að við­skipta­vinir sínir tali allir um þetta.

„Það tala allir um þetta. Þetta er um­ræðu­efni um hvern einasta við­skipta­vin sem kemur hingað inn. Fólk á bara ekki orð, að það séu líka svona fáir að vinna, að þetta sé ekki bara klárað.“