„Ég hef heyrt Sjálfstæðismenn tala hér um storm í vatnsglasi í þessu sambandi og mætti kannski allt eins tala um golu í freyðivínsglasi, algjört smámál, segja menn. En er það málið?“ spurði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar á þingfundi í dag.

Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörndóttur dómsmálaráðherra hvað fór henni á milli og lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu í símtali ráðherra til lögreglustjórans á aðfangadag eftir mannfagnaðinn í Ásmundarsal með þátttöku fjármálaráðherra og hvert hefði verið tilefni símtalsins.

Hvenær tólið er tekið upp

Guðmundur Andri nfndi jafnan rétt borgara óháð valdastöðu: „ Það er ekki fyrr en þegar ráðherra er á opinberum stað þar sem talið er að sóttvarna reglur hafi verið brotnar og þess getið í dagbókarfærslu lögreglu að ráðherra sér ástæðu til að taka upp tólið. Af hverju?

„Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég tek upp tólið og ræði við lögreglunnar um ýmis mál sem að mér er beint ekki í fyrsta skipti sem við ræðum dagbókarfærslu við lögreglunnar hafa komið upp atriði þar sem lögreglan hefur þurft að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu sem hafa gengið of nærri borgurum þessa lands og ég hef átt slík samtöl áður við lögreglunnar, mjög reglulega og á í sem betur fer mjög góðum samskiptum við lögreglunnar," svaraði Áslaug Arna.

Engar sérstakar áhyggjur af ráðherrum

„Ég hafði ekki sérstakar áhyggjur af okkur ráðherrunum í þessu atriði heldur einungis vildi geta svarað þeim fjölmiðlum sem voru beina að mér þessum spurningum seinna um daginn varðandi þessar reglur,“ sagði hún og meinti reglur sem gildi um framsetningar á upplýsingum í dagbókarfærslum lögreglu. „Og það voru þannig spurningar sem ég var búin að fá frá fjölmiðlum.“

Mannfagnaðurinn í Ásmundasal á Þorláksmessu er nú rannsakaður sem brot á stóttvarnarlögum og var sem þekkt er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra viðstaddur. Fjármálaráðherra var óbeint getið í dagbókarfærslu lögreglu þótt ekki hafið hann verið nafngreindur en fljótt kom í ljós um hvern var að ræða.

Svör til fjölmiðla

Áslaug Arna sagði að fjölmiðlar hefðu spurt sig mikið út í persónuverndarsjónarmið vegna dagbókarfærslunnar sem þótt hafi óvenjuleg, hún hefði viljað undirbúa svör til þeirra. Guðmundur Andri spurði þá hvort fjölmiðlar væru aðallega að spyrja ráðherrann út í persónuverndarsjónarmið og dagbókarfærsluna út frá persónuverndarsjónarmiðum. Hvort málið snerist ekki frekar um að formaður stjórnmálaflokks og leiðtogi ríkisstjórnar hafi verið grunaður um brot á sóttvarnarreglum sem settar eru af sjálfri ríkisstjórninni.

„Hvort fjölmiðlum hafi verið mest umhugað um þetta þá held ég ekki. En þeir fjölluðu um þetta og spurðu mig um þessi þessar reglur seinna um daginn eftir að þeir hefðu verið búnir að hringja margoft í mig enn snemma morguns til að athuga hver hefði verið umræddur ráðherra þannig að ég ætla ekki að dæma um það hvað fjölmiðlum er mest umhugað um“.

Mikilvæg samskipti

Guðmundur Andri spurði líka hvers vegna þetta símtal hefði ekki verið skráð eins og reglur segi til um bæði formleg og óformlega símtöl þegar um mikilvæg símtaöl er að ræða. „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Af hverju þá að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag?“

Áslaug svaraði því til að ekki sé skylda að skrá óformleg samtöl við yfirmenn stofnana þegar ráðherra leitar sér upplýsinga. „Eins og sjá má bara um reglur um skráningu samskipta fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess m.a. að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar“, sagði hún og símtaölin tvö ekki falla undir ákvæði um skráningarskyldu.