Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur á­kveðið að færa hættu­stig á landa­mærum vegna yfir­á­lags niður á ó­vissu­stig.

Í til­kynningu frá ríkis­lög­reglu­stjóra kemur fram að þann 8. mars hafi verið virkjuð við­bragðs­á­ætlun á hættu­stigi vegna yfir­á­lags á landa­mærum vegna ein­stak­linga sem sækja um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Það gerðist í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkraínu þann 24. febrúar.

Þar kemur einnig fram að nú hafi mót­töku­kerfið fyrir ein­stak­linga verið eflt á öllum stigum, með sam­hentu á­taki, og að nú sé fyrir séð að efld geta kerfisins muni höndla vel þann fjölda sem hingað sækir. Vegna þess hefur ríkis­lög­reglu­stjóri á­kveðið að færa við­búnaðar­stig niður á ó­vissu­stig af hættu­stigi.

Sam­kvæmt síðustu stöðu­skýrslu ríkis­lög­reglu­stjóra hafa nú tæp­lega 1.500 ein­staklingar sótt um vernd á landinu frá ára­mótum, þar af eru 975 frá Úkraínu og um 300 frá Venesúela en um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd frá ára­mótum skiptust á alls 36 ríkis­föng.