Ný reglu­gerð Evrópu­sam­bandsins um per­sónu­vernd með til­heyrandi laga­breytingum, nám­skeiða­haldi og kynningum, hefur ýtt undir var­færni opin­berra starfs­manna við veitingu upp­lýsinga á grund­velli upp­lýsinga­laga. Þetta segir Oddur Þorri Viðars­son, ráð­gjafi um upp­lýsinga­rétt al­mennings hjá Stjórnar­ráðinu.

Hlut­verk ráð­gjafa um upp­lýsinga­rétt var tekið upp með breytingum á upp­lýsinga­lögum í fyrra sem gerðar voru að til­lögu nefndar for­sætis­ráð­herra undir for­mennsku Ei­ríks Jóns­sonar prófessors og nú dómara við Lands­rétt, um um­bætur á lög­gjöf um tjáningar­frelsi.

„Ég var ritari þeirrar nefndar og sá nú ekki fyrir mér þegar þetta var til um­ræðu að hlut­verkið myndi enda hjá mér,“ segir Oddur Þorri. Sú á­kvörðun hafi hins vegar verið tekin að ráða ritara í fullt starf fyrir úr­skurðar­nefnd um upp­lýsinga­mál, en því hlut­verki hafði Oddur gegnt um nokkurra ára skeið á­samt öðrum störfum sínum í ráðu­neytinu.

„Ráðning Ást­hildar Val­týs­dóttur í fullt starf fyrir úr­skurðar­nefndina hefur haft þau á­hrif að það hafa aldrei fallið jafn margir úr­skurðir hjá nefndinni og á síðasta ári og bið­tíminn styttist smám saman.“
Hug­myndin um sér­stakan ráð­gjafa fæddist í nefnd Ei­ríks. „Meðal vanda­mála sem nefndin bar kennsl á og var að reyna að leysa er þegar opin­berir aðilar synja upp­lýsinga­beiðnum til öryggis,“ segir Oddur Þorri. Fyrir slíkum synjunum séu tvær megin­á­stæður.

„Í fyrsta lagi eru sum mál afar snúin, til dæmis þegar um er að ræða beiðni um við­kvæmar upp­lýsingar eða gögn sem geta inni­haldið slíkar upp­lýsingar.
„Í öðru lagi er á­kveðin til­hneiging hjá starfs­mönnum stjórn­valda, sem er bæði eðli­leg og mann­leg, til að vilja ekki bera á­byrgð á því að eitt­hvað við­kvæmt fari út,“ segir Oddur.

Starfs­maðurinn standi þá frammi fyrir á­kvörðun um að af­henda gögnin og bera þá á­byrgðina eða prófa að synja beiðninni og láta úr­skurðar­nefndina um að úr­skurða í málinu. „Við höfum séð þetta bæði í máli stjórn­mála­manna og for­stöðu­manna stofnana, sem finnst gott að fá ein­hvern utan­að­komandi aðila til að segja að upp­lýsingar eigi að af­henda al­menningi. Það þarf ekki að leita lengi í úr­skurðum úr­skurðar­nefndarinnar til að bera kennsl á þennan vanda.

Hug­myndin með ráð­gjafanum er að stofnanir geti miklu fyrr fengið utan­að­komandi aðila til að segja: „Þessi gögn mega fara út. Þannig er hægt að af­greiða mál miklu fyrr í staðinn fyrir að mál þurfi að fara til úr­skurðar­nefndarinnar, sem getur tekið nokkra mánuði.“

Í öðru lagi er ákveðin tilhneiging hjá starfsmönnum stjórnvalda, sem er bæði eðlileg og mannleg, til að vilja ekki bera ábyrgð á því að eitthvað viðkvæmt fari út.

Oddur segir þá miklu á­herslu á per­sónu­vernd sem fylgt hafi nýju reglu­gerð Evrópu­sam­bandsins hugsan­lega hafa ýtt undir þessa var­færni og jafn­vel haft á­hrif á opin­bera um­ræðu um upp­lýsinga­rétt al­mennings. „Fram eftir öldum, áður en upp­lýsinga­lög tóku gildi, var í raun litið svo á að opin­berar upp­lýsingar væru bara fyrir stofnanir og em­bættis­menn.

Á­hersla var lögð á að upp­lýsingar væru öruggar og færu leynt. Síðustu ára­tugina sjáum við við­horfin færast smám saman yfir á hags­muni al­mennings af því að fá að kynna sér upp­lýsingarnar og til að veita stjórn­völdum að­hald. Þessi mikla á­hersla á per­sónu­vernd undan­farin ár hefur kannski að­eins fært þessi við­horf til baka í átt til öryggis og leyndar,“ segir Oddur. Hann segir þó mikil­vægt að undir­strika að það eru upp­lýsinga­lög sem gilda um að­gang að upp­lýsingum og tak­markanir á upp­lýsinga­rétti og stjórn­völd geti ekki synjað um að­gang á grund­velli per­sónu­verndar­laga.

„Per­sónu­verndar­lög­gjöfin er auð­vitað mjög mikil­væg og það verða að vera skýrar reglur um það hvernig á að varð­veita og vinna með per­sónu­upp­lýsingar. Það má hins vegar ekki rugla því saman við rétt al­mennings til að kynna sér upp­lýsingar. Þetta eru skyld við­fangs­efni og þegar við metum hvort upp­lýsingar eru við­kvæmar þá horfum við til per­sónu­verndar­laganna og skoðum hvað eru við­kvæmar per­sónu­upp­lýsingar. Það trompar hins vegar ekki tjáningar­frelsið eitt og sér,“ segir hann.

Oddur tekur fram að opin­berir aðilar fái hundruð og jafn­vel upp í þúsundir upp­lýsinga­beiðna í hverri viku og í flestum til­vikum fái fólk um­beðnar upp­lýsingar án vand­kvæða. Sumir verði kannski frekar fyrir því en aðrir að vekja tor­tryggni og þá upp­lifun að til standi að klekkja á við­komandi stjórn­valdi. Þetta eigi ekki síst við um blaða­menn.

„Það er hlut­verk ráð­gjafans að hjálpa starfs­mönnum stjórn­valda upp úr þeim hjól­förum,“ segir Oddur en bendir einnig blaða­mönnum á að það geti verið gagn­legt að hafa upp­lýsinga­beiðnir ein­faldar og sleppa öllum mála­lengingum. „Um leið og þú ferð að tala um tjáningar­frelsi og varð­hunda lýð­ræðis í upp­lýsinga­beiðninni, þá hrökkva stjórn­völd strax í vörn,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum að fást við mann­legar til­finningar.“

Oddur segir að því starfi að koma upp­lýsinga­rétti al­mennings í gott horf verði aldrei lokið. Bæði sé þróunin hraðari en lög­gjafinn ráði við og svo sveiflist jafn­vægið stöðugt milli að­gangs að upp­lýsingum og upp­lýsinga­leyndar. Þá séu upp­lýsinga­lögin í rauninni mjög opin fyrir túlkun.

„Þótt megin­regla upp­lýsinga­laganna sé alveg skýr, að veita eigi að­gang að upp­lýsingum, á hún til að gleymast í tak­mörkunar­heimildunum,“ segir Oddur og vísar í dæma­skyni til á­kvæðis um vinnu­gögn. Það er á­kveðin til­hneiging hjá stofnunum til að lesa yfir lögin til að reyna finna synjunar­heimild og stað­næmast til dæmis við á­kvæði um vinnu­gögn. Þá er beiðninni synjað strax á grund­velli þess í stað þess að reyna að finna leið til að af­henda gögnin. Opin­berir aðilar ættu einungis að vísa til synjunar­heimilda þegar það er nauð­syn­legt til að vernda til­tekna hags­muni.“

Oddur nefnir einnig á­kvæði í upp­lýsinga­lögum um aukinn að­gang og segir að jafn­vel þótt eitt­hvað sé skil­greint sem vinnu­gagn eigi samt að taka af­stöðu til þess hvort eigi að af­henda það.

„Við ættum alltaf að miða við efni upp­lýsinganna en ekki formið,“ segir Oddur og bætir við: „Það sem ég legg á­herslu á er að opin­berir starfs­menn skoði gögnin sem verið er að biðja um og spyrji sig hvort þau inni­haldi við­kvæmar upp­lýsingar, í stað þess að skoða lögin í leit að leið til að synja. Jafn­vel þótt synjunin sé stað­fest af úr­skurðar­nefndinni í kjöl­farið stuðla tíðar ó­þarfar synjanir um upp­lýsingar að aukinni tor­tryggni.“

Oddur er í óða­önn að fræða starfs­menn ráðu­neyta og stofnana um hlut­verk sitt. „Ég er búinn að hitta upp­lýsinga­full­trúa allra ráðu­neytanna og hef heim­sótt nokkrar opin­berar stofnanir, auk nám­skeiðs sem ég verð með í Stjórnar­ráðs­skólanum og á ný­liða­degi Stjórnar­ráðsins. „Þar biðla ég til nýrra starfs­manna ráðu­neytanna að ganga í lið aukinnar upp­lýsinga­gjafar.“