Í dag er spáð vaxandi suðaustanátt, 13 til 20 metrum á sekúndu í suðvestan til í kvöld. Frost á bilinu 0 til 5 stig.

„Eftir nokkra bjarta og kalda daga um landið sunnanvert fer vindur nú vaxandi af austri og suðaustri og þykknar upp. Að sama skapi hlýnar og hiti ætti að vera kominn vel yfir frostmark á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt og kominn rigning eða slydda allvíða," segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Áfram verður hægur vindur, bjart veður og kalt á Norðaustur- og Austurlandi. Svipað veður á morgun og ættu hlýindin að ná lengra austur á Norðurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 8 til 15 metrar á sekúndu, rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 5 stig, en hægari, bjartviðri og hiti um frostmark norðaustanlands.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3 til 10 metrar á sekúndu og rigning eða slydda á stöku stað um landið sunnanvert, en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til stig.

Á laugardag og sunnudag:
Breytilegar áttir, stöku él og kólnandi veður.

Á mánudag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt með éljum, en bjartviðri sunnan heiða frost um mest allt land.