Sam­fylkingin er ekki til­búin til að starfa með Sjálf­stæðis­flokknum eða Mið­flokknum í ríkis­stjórn eftir næstu kosningar að sögn Jóhanns Páls Jóhanns­sonar, sem situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður fyrir næstu kosningar. Hann segir að Vinstri grænir verði að svara því fyrir kosningar hvort þau vilji halda á­fram ríkis­stjórnar­sam­starfi með Sjálf­stæðis­flokknum.

„Mér finnst VG ekki hafa staðið undir nafni sem ein­hver vinstri flokkur,“ sagði Jóhann Páll í Silfrinu í dag. Hann vísaði næst til orða Katrínar Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra og formanns VG, sem hún lét falla í Kast­ljósi árið 2017 eftir síðustu kosningar um að Vinstri grænir væru „höfuðand­stæðingur Sjálf­stæðis­flokksins í ís­lenskum stjórn­málum“.

„Mér finnst þau þurfa að svara því fyrir kosningar hvort það er enn þá þannig [...], hvort þetta stjórnar­sam­starf sem þau fóru í var raun­veru­lega ein­hver neyðar­ráð­stöfun vegna svona skringi­legrar þing­legrar sam­setningar eða hvort þau vilja kannski bara hafa þetta svona á­fram,“ sagði Jóhann Páll. „Og Sam­fylkingin verður bara mjög skýr val­kostur fyrir þá sem vilja sterka fé­lags­hyggju­stjórn.“

Um­sjónar­maður Silfursins, Egill Helga­son, spurði hann þá hvort flokkurinn færi ekki í stjórn með Sjálf­stæðis­flokknum. „Nei. Við erum til í stjórnar­sam­starf með öllum flokkum nema Sjálf­stæðis­flokknum og kannski Mið­flokknum, bara af því að þetta eru þeir flokkar sem standa okkur fjærst á hinu pólitíska lit­rófi. Og það er bara heiðar­legt gagn­vart kjós­endum að segja það hreint út,“ svaraði Jóhann Páll.

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, Ey­þór Arnalds borgar­full­trúi, Jóhann Páll Jóhanns­son, fram­bjóðandi Sam­fylkingarinnar, Birgitta Jóns­dóttir, fyrr­verandi þing­maður Pírata, voru gestir í Silfrinu í dag.
Skjáskot/Rúv

Mið­flokkur vill Sjálf­stæðis­flokk, Við­reisn og Fram­sókn


Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, var einnig gestur þáttarins í dag. Hann var já­kvæður gagn­vart því að Sam­fylkingin segði þetta hreint út; þá fengju kjós­endur eðli­legri mynd af þeim val­kostum sem væru í boði. „Það blasir við núna að það er dáldið að teiknast upp mögu­legt stjórnar­sam­starf sem er á sömu nótum og í borginni; svona vinstri sinnuð ríkis­stjórn,“ sagði hann.

Endur­reisn efna­hags­lífsins eftir kórónu­veiruna yrði að stærsta máli komandi kosninga­bar­áttu: „Á meðan við erum að tapa milljarði á dag vegna þess á­stands sem uppi er þá verður ekkert beðið með það mikið lengur en fram á haustið að forma al­menni­lega við­spyrnu. Þá er nú á­gætt að rifja upp hvernig gekk 2009 til 2013 hjá ríkis­stjórn Sam­fylkingar og Vinstri grænna. Þó að það sé auð­vitað mikil mönnunar­breyting orðin hjá Sam­fylkingunni, þá var það ein­hverra hluta vegna sem sú ríkis­stjórn galt mesta af­hroð sem ríkis­stjórnar­flokkar hafa orðið fyrir í seinni tíma stjórn­mála­sögu,“ sagði Berg­þór.

„Ég held að það verði mjög holt fyrir okkur ef að þetta formast með þeim hætti að það verði þarna skýr vinstri blokk og síðan, það kemur nú engum á ó­vart, að ég vildi sjá ríkis­stjórn formast frá miðju og yfir til hægri, sem að hefði þá þessa endur­reisn at­vinnu­lífsins í al­gjörum for­gangi og það þarf auð­vitað ekkert að fara í neinar djúpar pólitískar pælingar um hverjir væru hluti þess sam­starfs,“ hélt hann á­fram. Inntur eftir svörum um hvaða flokkar það væru ná­kvæm­lega sagði hann að það væru Sjálf­stæðis­flokkur, Mið­flokkur, Fram­sókn og Við­reisn.

Ekki skýr vinstri blokk enn

Jóhann Páll kvaðst sam­mála Berg­þóri um það að kosningarnar myndu snúast um lífs­kjör og grund­vallar­spurningar um hægri og vinstri í ís­lenskum stjórn­málum. „En ég er reyndar ekki alveg sam­mála því að það hafi myndast alveg skýr vinstri blokk af því við vitum ekki enn þá alveg í hvaða átt VG og Fram­sókn ætla að fara,“ sagði hann.

„Ætlar Fram­sókn að halda á­fram að vera alltaf hækja undir Sjálf­stæðis­flokkinn eða ætla þau að leita kannski að­eins aftur í fé­lags­hyggju­ræturnar? Og eins með VG: Ég held að þau þurfi dáldið að svara því í hvaða átt þau ætla að stefna.“