Erlent

Ætlar að draga landið út úr stríðs­glæpa­dóm­stólnum

Duerte og stjórn hans er grunuð um að hafa drepið meira en fjögur þúsund manns frá árinu 2016, í stríði sínu gegn fíkniefnum.

Duerte forseti.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sendi frá sér langa yfirlýsingu í dag þar sem hann tilkynnti að hann hygðist draga landið úr alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Hag.

Sak­sókn­ari við dómstólinn hóf á nýlega rann­sókn á því hvort að glæp­ir gegn mannúð hafi farið fram í landinu af hálfu stjórnvalda. Duerte mislíkar sú ráðstöfun.

Á valdatíma Duerte sem nær aftur til ársins 2016 hefur lögregla í stríði sínu gegn fíkniefnum, drepið meira en fjögur þúsund manns. Mannréttindasamtök hafa lýst því yfir að átta þúsund morð til viðbótar hafi verið framin af stjórnvöldum.

CNBC greinir frá þessu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Bandaríkin auka tolla á kínverskar vörur

Erlent

„Hún sá fegurðina í öllu“

Erlent

Wall líklega á lífi þegar hún var stungin

Auglýsing
Auglýsing