Lög­reglan í Amsterdam í Hollandi hand­tók í sumar 22 ára gamlan mann sem hafði í hyggju að ráða Mark Rutte for­sætis­ráð­herra. Rutte ferðast, eins og margir sam­landar sínir, mikið um á hjóli með litla öryggis­gæslu. Í síðasta mánuði tóku þó hollenskir fjöl­miðlar eftir því að hann væri kominn með meiri gæslu og sam­kvæmt dag­blaðinu AD var það þar sem skipu­lagðir glæpa­hópar hefðu í hyggju að ræna honum eða myrða. Hvort það tengist máli mannsins er ekki vitað.

Vildi út­vega skot­vopn og sam­verka­menn

Maðurinn, sem nefndur er Yavuz O. í á­kæru­skjölum, sendi skila­boð í gegnum sam­skipta­for­ritið Telegram þar sem hann fór ó­fögrum orðum um Rutte og spurði hvar hann gæti út­vegað sér skot­vopn og sam­verka­menn.

Á Telegram­rás birti hann mynd af Rutte og ríkis­stjórn hans á­samt Willem-Alexander Hollands­konungi með orðunum „þökk sé þeim er Holland í rúst. Hefur þú það sem þarf til að skjóta þau öll? Úr bif­reið. Opnaðu gluggann. Byssuna út. Og skjóttu.“

Mark Rutte hjólar við hollenska þinghúsið í Haag.

Hann reyndi að fá fólk til liðs við sig. „Út­vega víga­menn fyrst. Ekki bara hvaða víga­menn sem er, al­var­legt fólk sem vill gera eitt­hvað. Ég er ekki bara að leita að mót­mælendum. Ég leita að byltingar­mönnum. Skot­mönnum/á­rásar­mönnum/vopnuðum/of­beldi. Allt leyfi­legt.“

Sam­kvæmt hollenska dag­blaðinu Volk­skrat var O. virkur á ýmsum Telegram­rásum. Meðal þeirra var rásin De Bata­af­se Repu­bli­ek, Bata­víska lýð­veldið. Batavía var það nafn sem hollenskir ný­lendu­herrar notuðu yfir Jakarta á Ind­landi er þeir réðu þar ríkjum. Rásin var rekin af þekktum hollenskum sam­særis­kenninga­mönnum, Micha Kat, Joost Kn­e­vel og Wou­ter Raat­ge­ver. Henni var lokað fyrr í vikunni vegna hatur­s­orð­ræðu, að fyrir­skipan dómara.

O. verður leiddur fyrir dómara í Haag í næstu viku. Hann er grunaður um hótanir, að hvetja til hryðju­verka­á­rása, hafa í hyggju að ráðast á stjórn­mála­fólk, þar á meðal for­sætis­ráð­herrann.