Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til foreldra að skilja ekki börn sín ekki eftir í miðbænum í kvöld þegar að dagskrá Menningarnætur líkur í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar segir að hart verðið tekið á drykkju unglinga.

„Börn yngri en 16 ára verða færð í athvarf fyrir ungmenni séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma samkvæmt barnaverndarlögum svo og þau ungmenni yngri en 18 ára, sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.“ segir í tilkynningunni.