Ríkis­stjórn Ís­lands hefur sam­þykkt að Ís­land taki á móti flótta­fólki frá Les­bos á Grikk­landi, með á­herslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu. Fjöl­skyldurnar bjuggu áður í flótta­manna­búðunum Moria sem eyði­lögðust í elds­voða fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Flótta­fólkið frá Les­bos, sem verður allt að 15 manns, mun bætast í hóp þeirra 85 sem ríkis­stjórnin hyggst taka á móti á þessu ári og er það lang­fjöl­mennasta mót­taka flótta­fólks á einu ári hingað til lands.

Flótta­manna­nefnd mun annast undir­búning á mót­töku fjöl­skyldnanna og verður mót­taka þeirra unnin í sam­vinnu við Evrópu­sam­bandið og grísk stjórn­völd. Evrópu­sam­bandið hafði áður sent frá sér á­kall um nauð­syn á flutningi barna og barna­fjöl­skyldna vegna bruna Moria flótta­manna­búðanna. Þá mun Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu þjóðanna vera ís­lenskum stjórn­völdum innan handar varðandi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­skyldunum til landsins.

„Við viljum bregðast við á­kalli því sem borist hefur um að taka á móti fólki á flótta frá Les­bos. Hér á landi hefur skapast um­fangs­mikil og dýr­mæt þekking þegar kemur að mót­töku sýr­lenskra fjöl­skyldna og sú reynsla okkar kemur að góðum notum. Það er stefna ríkis­stjórnarinnar að taka á móti fleira flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu þjóðanna sem lýst hefur á­nægju með mót­töku flótta­fólks hér á landi,“ er haft eftir Katrínu Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra í til­kynningunni.