Fyrir­hugað er að setja upp sjó­böð í Krossa­vík við Hellis­sand á Snæ­fells­nesi. Kári Viðars­son, at­hafna­maður og leikari, á hug­myndina af verk­efninu sem er enn á þróunar­stigi en Jóhann Magnús Kjartans­son, arki­tekt og Páll Kr. Páls­son, við­skipta­ráð­gjafi vinna að verk­efninu með honum.

Hönnun og út­færsla sjóð­baðanna er langt komin og Kári segir verk­efnið á góðum stað. „Það er bæði yfir­grips­mikið og flókið að fara í svona fram­kvæmdir en það er búið að sam­þykkja að við getum farið af stað ef við fáum öll til­skilin leyfi,“ segir hann.

Árið 2020 hlaut verk­efnið hálfrar milljóna króna styrk frá Sam­tökum sveitar­fé­laga á Vestur­landi og á síðasta ári 3,7 milljóna króna ný­sköpunar­styrk frá Upp­byggingar­sjóði Vestur­lands.

Kári segir það for­gangs­at­rið að passa upp á náttúruna við upp­byggingu sjó­baðanna, þar sé að mörgu að huga. „Þetta er ein­stakt svæði og ó­líkt mörgum öðrum bað­stöðum. Þetta er ná­lægt sjónum og þarna er mikill öldu­gangur svo þetta eru mjög „extrem“ að­stæður og því þarf að skoða það vel hvernig er best að haga þessu.“

Stefnt er að því að í Sjó­böðunum geti gestir farið í mis heit og köld böð, gufu­böð og þara­bað. Kári segir að ein­hver ár séu þar til böðin opni, en kynningar­fundur þar sem farið verður yfir þau á­hrif sem upp­bygging sjó­baðanna mun hafa á aðal­skipu­lag Snæ­fells­bæjar 2015-2031 fer fram á mið­viku­daginn í næstu viku. „Það er mikil­vægt að kynna þetta vel og hlusta á allar raddir,“ segir Kári.