Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi ætla að boða til flokksráðsfundar náist ekki „ásættanleg niðurstaða fyrir almenning“ á þingflokksfundi í dag, þar sem félagar Miðflokksins muni taka ákvörðun um framhald þriggja þingmanna í flokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Þingflokkurinn kom saman eftir hádegi vegna Klaustursmálins svokallaða. Fjórir þingmenn Miðflokksins; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir náðust á upptöku láta ýmis niðrandi ummæli falla og hefur hávær krafa verið uppi um afsögn þeirra. Þau hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna málsins.

Tveir aðrir þingmenn voru við drykkjarsamsætið á Klaustri í síðustu viku, þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson úr Flokki fólksins, en stjórn flokksins ákvað í gær að kalla eftir afsögn þeirra. Báðir hafa sagt í samtali fjölmiðla ekki ætla að víkja.

Yfirlýsingu Miðflokksins í Suðurkjördæmi má finna hér að neðan.

Yfirlýsing bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi...

Posted by Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi on Friday, November 30, 2018