Íbúarnir hafa sent bænum bréf þar sem er tíundað að ærslabelgurinn, sem á að koma við leikskólann Hamravelli, sé settur upp án aðkomu íbúa.

„Íbúar almennt hér í bænum ættu alls ekki að þurfa að líða slík vinnubrögð,“ segir í bréfinu.

Benda íbúar á að engin grenndarkynning hafi farið fram á þessu verkefni og að mosi sé friðaður samkvæmt lögum. Það sé því best að finna belgnum nýja staðsetningu og vinna án tafar hafin við að laga það tjón sem þegar hefur verið valdið í óþökk íbúa.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar vísaði bréfinu til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa.