Hm 2018

„Æðislegt að ná að hitta þá alla“

Rebekka Rut Harðardóttir var í gær fyrsti íslenski boltaberinn á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu.

Rebekka náði að heilsa fótboltamönnunum um leið og hún bar boltann inn á völl. Hér er hún að heilsa Lionel Messi í Moskvu í gær. Fréttablaðið/Eyþór

Rebekka Rut Harðardóttir var í gær fyrsti íslenski boltaberinn á Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Rebekka hlaut þann heiður að vera boltaberi á fyrsta leik Íslands í keppninni. Rebekka er 12 ára og er úr Árbænum. 

Sjá einnig: Rebekka Rut fyrsti ís­­lenski bolta­berinn á HM

Rebekka segist mjög ánægð með gærdaginn. „Það var æðislegt að ná að hitta þá alla. Þetta er búið að vera rosa gaman. Þetta er svo nýtt fyrir mér. Ég hef aldrei farið á svona stóran leik og að sjá okkar landslið keppa við svona stórt lið var alveg frábært,“ segir Rebekka í samtali við Fréttablaðið í dag.

Rebekka fer heim á morgun en hún fór út með föður sínum, Herði Valssyni. Hún var valin úr hópi 300 barna sem sóttu um að vera Boltaberi Kia Motors, en þau eru samstarfsaðili FIFA og fékk bílaumboðið Askja það verkefni að útnefna boltabera fyrir leik Íslands og Argentínu.

Rebekka æfir fótbolta með Fylki í Árbænum og elskar fótbolta. Aðsend mynd

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

Rebekka Rut fyrsti ís­­lenski bolta­berinn á HM

Sport

Býst við að Jóhann Berg verði lengi frá

Sport

Sjáðu Íslendinga tryllast í lok leiks

Auglýsing

Nýjast

Vara­for­setar þingsins í stóla­leik

Leið­réttir mis­skilning um út­blástur Kötlu

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

The Chemical Brothers aflýsa tónleikum

Nota mynd­band af lík­flutningi í aug­lýsingu

Ævar vísinda­maður skaut Eddu og Jóni ref fyrir rass

Auglýsing