Forvarnarteymi Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur óskað eftir því við Sveitarfélagið Skagafjörð að það beiti sér fyrir því að þorrablót sem haldin eru í húsnæði í eigu sveitarfélagsins séu aðeins ætluð einstaklingum sem orðnir eru lögráða.

Félags- og tómstundanefnd sagðist taka undir þetta sjónarmið og nú hefur sveitarstjórnin sjálf gert það sömuleiðis. Má því reikna með að í framtíðinni verði engir undir átján ára á þorrablótum sem haldin eru í húsnæði í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.