Bílar

Ægifagur tilraunabíll Kia verður að framleiðslubíl

Kia hyggst síðan koma fram með GT-útfærslu á þessum bíl og verður honum vafalaust ljáð afl sem rýmar við GT-stafina.

Kia Proceed Shooting Brake er ógnarfögur smíð.

Einn af fallegri tilraunabílum síðustu ára er þessi Proceed Shooting Brake bíll sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra. Nú er farið að styttast í að þessi bíll verði hinsvegar að framleiðslubíl og munu margir fagna því útspili Kia, enda vart hægt að finna fegurri æfingu til bílasköpunar. Kia greindi frá útkomu hans í síðustu viku og að hann yrði einn af þremur framleiðslugerðum Kia Ceed. 

Kia ætlar ekki að feta sömu slóð og systurfyrirtækið Hyundai gerir með i30 bíl sinn sem nýverið var kynntur í Fastback útfærslu. Kia kýs fremur að hafa þessa nýju bílgerð sína sportlega en í leiðinni praktíska því bíllinn er jú langbakur og með vænt farangursrými. Það sem meira er, Kia hyggst síðan koma fram með GT-útfærslu á þessum bíl og verður honum vafalaust ljáð afl sem rýmar við GT-stafina. Ennfremur kemur til greina að framleiða líka háfættan Ceed bíl sem yrði þó minni jepplingur en Sportage.

Ekki síður fallegur séður frá þessu sjónarhorni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Höldur frumsýnir Kia Stinger og Stonic

Bílar

Verksmiðja Tesla keyrð allan sólarhringinn

Bílar

Ford, Nissan og Ford tapa sölu í Evrópu

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Helsta á­hyggju­efnið ef eitt púsl týnist

Innlent

Lög­regla leitar enn leigu­bíl­stjórans

Erlent

8.000 vélar með eins hreyfil

Fréttir

Sveitar­stjóri Norður­þings leiðir lista Sjálf­stæðis­flokks

Menntun

Íslendingur fær námsstyrk frá Bill Gates og frú

skák

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Auglýsing