Northern Challen­ge, ár­leg æfing sprengju­sér­fræðinga, hófst á öryggis­svæðinu á Kefla­víkur­flug­velli á sunnu­dag og stendur fram í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu Land­helgis­gæslunnar.

Um er að ræða al­þjóð­lega æfingu Atlansts­hafs­banda­lagsins og fer hú að stærstum hluta fram á starfs­svæði Land­helgis­gæslunnar á Kefla­víkur­flug­velli, sem og á hagnar­svæðum víðs vegar á Suður­nesjum.

Á heima­síðu gæslunnar kemur fram að mark­mið æfingarinnar sé að æfa við­brögð við hryðju­verkum þar sem heima­til­búnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Verk­efni sprengju­sér­fræðinganna er að leysa slíkan vanda.

Alls koma þátt­tak­endur frá sau­tján þjóðum og eru alls 27 lið skráð til leiks en þeir sem eru komnir lengst að eru frá Nýja-Sjá­landi. Æfingin fer fram við fjöl­breyttar að­stæður og veitir sér­fræðingum ein­stakt tæki­færi til að sam­hæfa að­gerðir og miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða.