Þing­menn, ráð­herrar, ráðu­neytis­stjórar, seðla­banka­stjóri, vara­seðla­banka­stjóri, ríkis­sak­sóknari og for­seti Ís­lands fengu 4,7 prósenta launa­hækkun í gær.

Laun þing­manna hækkuðu um rúm­lega sex­tíu þúsund krónur og er þing­farar­kaup nú rúm­lega 1,3 milljónir króna á mánuði.

Mánaðar­laun ráð­herra hækka um nærri hundrað þúsund krónur á mánuði. Ráð­herrar eru nú með rúm­lega 2,2 milljónir króna í mánaðar­tekjur og Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra fær tæp­lega 2,5 milljónir á mánuði.

Eftir hækku fá ráðu­neytis­stjórar, seðla­banka­stjóri, vara­seðla­banka­stjóri og ríkis­sak­sóknari allir yfir tvær milljónir króna í laun í hverjum mánuði.

Mánaðar­laun Guðna Th. Jóhannes­sonar for­seta Ís­lands hækkuðu um 163 þúsund krónur og eru nú rúm­lega 3,6 milljónir króna.

Eins og fyrr kom fram í fréttum hefur Fjár­sýsla ríkisins undan­farin þrjú ár of­greitt laun ýmissa ráða­manna, eða alls 260 ein­stak­linga. Upp­söfnuð of­greidd laun eru alls um 105 milljónir króna og krefur Fjár­sýslan þá sem um ræðir um endur­greiðslu vegna mis­takanna.

Mis­tökin komu í ljós við undir­búning launa­breytinga fyrir nú­verandi ár og verður endur­greiðslan ýmist dregin af launum eða stofnaðar verða kröfur í jöfnum hlutum í 12 mánuði.

Meðal þeirra sem fengu of­greidd laun eru þjóð­kjörnir full­trúar; for­seti, al­þingis­menn og ráð­herrar, hæsta­réttar-, lands­réttar-, og héraðs­dómarar, sak­sóknarar, lög­reglu­stjórar, ráðu­neytis­stjórar, seðla­banka­stjóri og að­stoðar­seðla­banka­stjóri og ríkis­sátta­semjari.