Samfélag

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Sex sinnum fleiri unglingar telja nú kannabisneyslu skaðlausa en jafnaldrar þeirra fyrir 20 árum. Þetta kemur rannsakendum lítið á óvart. Langflestar rannsóknir bendi til þess að regluleg neysla á kannabis hafi slæm áhrif á heilsu.

Meirihluti ungmenna telur kannabisneyslu hættulega. Nordicphotos/Getty

Unglingar í dag eru mun jákvæðari gagnvart neyslu kannabisefna en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20 árum. Þetta sýna niðurstöður ESPAD-rannsóknar sem lögð hefur verið fyrir 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti allt frá árinu 1995.

Árið 1995 töldu 1,9 prósent 15 ára ungmenna hér á landi enga eða litla áhættu fylgja reglulegri kannabisneyslu. Í síðustu rannsókn, sem lögð var fyrir árið 2015, hækkaði hlutfallið í 10,7 prósent. Að sama skapi töldu níu af hverjum tíu ungmennum mikla hættu stafa af reglulegum kannabisreykingum um miðjan tíunda áratuginn. Jafnaldrar þeirra nú sem telja mikla hættu af kannabisreykingum eru aðeins sjö af hverjum tíu.

Rannsókninni er stýrt af Ársæli Má Arnarssyni, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir normalíseringu kannabisreykinga skipta höfuðmáli þegar kemur að viðhorfi ungmenna til reykinganna. „Þetta er það sem við sjáum í amerískum sjónvarpsþáttum sem þessir krakkar eru að horfa á. Þar er þetta eðlilegur hlutur, að fólk fái sér jónu. Þau auðvitað pikka það upp. Á þessum mótunarárum eru þau að finna út hvað má og hvað má ekki og þetta stóra og mikilvæga félagslega mótunartæki sem sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru sýna þetta í jákvæðu ljósi,“ segir Ársæll.

Engilbert Sigurðsson yfirlæknir

Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala, segir óhætt að fullyrða að regluleg kannabisneysla sé afar skaðleg. „Allar vandaðar rannsóknir benda til þess að regluleg kannabisneysla unglinga hafi slæm áhrif á heilsu þeirra,“ segir Engilbert. „Sér í lagi getur neyslan haft afar slæm áhrif á ungt fólk þar sem saga er um geðsjúkdóma meðal náinna ættingja.“

Ársæll segir samskipti ungmenna við foreldra skipta gríðarlega miklu máli. „Samskipti barna og foreldra á Íslandi eru mjög góð og hafa farið batnandi. Sterk tengsl eru milli jákvæðra samskipta milli foreldra og barna og minni notkunar á vímugjöfum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Samfélag

Segja tilskipun ESB eyðileggja internetið

Samfélag

Syrgir Salvador hinn ljúfa og krefst svara

Samfélag

„Hann rústaði lífum þeirra“

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing