Rauði krossinn á Íslandi aðstoðaði í nótt tvær fjölskyldur við að finna gistingu vegna bruna sem varð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt.
Í tilkynningu kemur fram að viðbragðshópur Rauða krossins hafi verið kallaður út í nótt vegna eldsvoðans.
„Sá sorglegi atburður varð að kona á sjötugsaldri lést í eldsvoðanum. Rauði krossinn vottar aðstandendum hinnar látnu innilegrar samúðar,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að Rauða krossins hafi veitt sálrænan stuðning á vettvangi auk þess að aðstoða fjölskyldurnar.
Viðbragðshópur Rauða krossins veitir þolendum húsbruna, hópslysa og fjölda annarra alvarlegra atburða á hverju ári, sálrænan stuðning, tryggir að grunnþarfir séu veittar, svo sem fæði, klæði og húsaskjól.