Rauði krossinn á Ís­landi að­stoðaði í nótt tvær fjöl­skyldur við að finna gistingu vegna bruna sem varð í fjöl­býlis­húsi í Hafnar­firði í nótt.

Í til­kynningu kemur fram að við­bragðs­hópur Rauða krossins hafi verið kallaður út í nótt vegna elds­voðans.

„Sá sorg­legi at­burður varð að kona á sjö­tugs­aldri lést í elds­voðanum. Rauði krossinn vottar að­stand­endum hinnar látnu inni­legrar sam­úðar,“ segir í til­kynningunni.

Þar kemur einnig fram að Rauða krossins hafi veitt sál­rænan stuðning á vett­vangi auk þess að að­stoða fjöl­skyldurnar.

Við­bragðs­hópur Rauða krossins veitir þol­endum hús­bruna, hóp­slysa og fjölda annarra al­var­legra at­burða á hverju ári, sál­rænan stuðning, tryggir að grunn­þarfir séu veittar, svo sem fæði, klæði og húsa­skjól.