Dave Halls að­stoðar­leik­stjóri kvik­myndarinnar Rust, þar sem voða­skot varð kvik­mynda­stjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr kvik­mynda­verk­efni árið 2019 eftir sam­bæri­legt at­vik. Sam­kvæmt frétt For­bes slasaðist með­limur í töku­liðinu þegar skot hljóp ó­vænt úr byssu á setti.

Í frétt For­bes er er haft eftir fram­leiðanda myndarinnar frá 2019 en sá segir að Halls hafi verið rekinn úr fram­leiðslu­teymi kvik­myndarinnar eftir at­vikið sem svipar að mörgu leyti til bana­slyssins við tökur á Rust. Skot hljóp ó­vænt úr byssu með þeim af­leiðingum að töku­maður slasaðist.

Dröfn Ösp Snorra­dóttir-Rozas er list­rænn stjórnandi í leik­muna­deildum og hefur um langt ára­bil starfað í kvik­­mynda­­geiranum í Banda­­ríkjunum sagði á Hring­braut í gær að staða verka­­lýðs­­fé­laga starfs­­fólks í kvik­­mynda­­iðnaði í Nýju- Mexíkó, þar sem bana­slysið átti sér stað, stendur ekki eins vel og annars staðar í Banda­­ríkjunum.

„Þau koma í raun í veg fyrir að verka­­lýðs­­fé­lögin, eða fólkið í verka­­lýðs­­fé­lögunum, geti unnið því það er ó­­­dýrara,“ segir Dröfn .

Starfs­­menn í stéttar­­fé­lagi starfs­manna í kvik­­mynda­­iðnaði í Banda­­ríkjunum yfir­­­gáfu settið við tökur á kvik­­myndinni Rust skömmu fyrir voða­skotið. Starfs­­mennirnir höfðu kvartað fyrir löngum vinnu­­tíma og skorts á öryggi á vinnu­­stað en sama dag höfðu tvö skot­vopn staðið á sér við tökur.

The Wall Street Journal hefur greint frá því að sam­­kvæmt starfs­manna­­skrá var Hannah Guiter­rez-Reed skráður svo­kallaður vopna­vörður fyrir tökurnar. Sam­­kvæmt dóm­­skjölum sem voru birt í gær er Guiter­rez-Reed sögð hafa lagt þrjú skot­vopn á borð á töku­­staðnum.

Halls er sagður hafa tekið eitt skot­vopnið án þess að hafa vitað að það væru hlaðið. Hann lét síðan leikarann Alec Baldwin hafa skot­vopnið og sagði við hann að um „kalt vopn“ væri að ræða.

Sam­­kvæmt Daily Mail var um gamal­dags Colt skamm­byssu að ræða en kvik­­myndin sem var verið að taka upp gerist í Kansas árið 1880.