Lík manns sem fór úr flug­vél sem var í miðju flugi fyrir Norður-Karó­línu í Banda­ríkjunum hefur verið fundið. Maðurinn var að­stoðar­maður flug­vélarinnar en ekki er vitað hvort hann hafi stokkið úr vélinni eða fallið en hann var ekki með fall­hlíf þegar lík hans fannst. CNN greinir frá þessu.

Tveir menn voru um borð í vél sem flaug frá Releigh-Dur­ham flug­vellinum en þegar flug­vélin nauð­lenti skömmu seinna á grasi við völlinn var einungis einn um borð í vélinni.

Íbúi í Norður-Karó­línu gerði lög­reglu við­vart að hann hefði heyrt hljóð í garðinum sínum, lög­reglan fann síðan lík í garði í­búans, en það er talið vera að­stoðar­flug­maðurinn.

Að­stoðar­flug­maðurinn var einungis 23 ára. Lög­reglan og flug­mála­stjórn Banda­ríkjanna rann­saka málið.