Björgunar­sveitin Þor­björn vinnur nú að því að að­stoða og bjarga fólk sem situr fast í bílunum sínum á Suður­strandar­vegi. Líkt og sjá má í ó­trú­legu mynd­bandi sem björgunar­sveitin birtir á Face­book frá veginum er rokið gífur­legt.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur lög­reglan á Suður­nesjum nú mikinn við­búnað í Kefla­vík og hefur lokað þar götum. Biður hún veg­far­endur um að virða götu­lokanir.

Í Face­book færslu Björgunar­sveitarinnar kemur fram að sveitin sinni einnig brotnum rúðum og fleiri hlutum sem eru að fjúka í Grinda­vík. Í með­fylgjandi mynd­bandi má sjá rokið við gatna­mótin að Kleifar­vatni.