Björgunarsveitarfólk frá Akureyri vinnur nú við að aðstoða ökumenn nokkurra bíla sem eru fastir á Öxnadalsheiði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Fyrr í dag voru björgunarsveitir kallaðar út í þrígang vegna foktjóns, á Akureyri, Hellu og Þorlákshöfn. Þarf höfðu lausamunir, fánastöng og fiskikör fokið. Á Hellu þurfti að koma matarvagni í skjól.

Um hálf fjögur voru björgunarsveitir kallaðar út á Akureyri og Suðurnesjum vegna foks á þakplötum.