Flótta­menn sem búa nú í hús­næði Út­lendinga­stofnunar að Grens­ás kvarta sáran undan að­búnaði sínum en einn íbúa segir við Frétta­blaðið að að­stæður í hús­næðinu séu hræði­legar. Hann hefur miklar á­hyggjur af sótt­vörnum. Upp­lýsinga­full­trúi Út­lendinga­stofnunar segir þeirra hins­vegar gætt og aðstæður ekki með þeim hætti sem íbúar lýsa.

Tals­maður íbúa, sem vill ekki láta nafns síns getið vegna ótta um að það hafi á­hrif á stöðu hans gagn­vart stofnuninni, segir að sótt­vörnum sé gefinn lítill gaumur í hús­næðinu. Hann bendir á að hann sjálfur þjáist af sykur­sýki og margir í­búar með undir­liggjandi sjúk­dóma, sem megi alls ekki við því að smitast af CO­VID-19.

„Ef ein­hver einn fær þetta og ber þetta með sér inn í hús, þá munu allir í­búar hússins smitast,“ segir hann. „Og hér búa miklu fleiri heldur en fjöldi salerna gera ráð fyrir. Auk þess sem það er verið að gera við hin salernin með til­heyrandi vand­ræðum fyrir okkur íbúa,“ segir maðurinn. Hann full­yrðir að 32 í­búum standi einungis tvö salerni til boða.

Hópurinn vekur at­hygli á að­stöðu sinni inni á Face­book síðu flótta­fólks á Ís­landi. Þar segist hópurinn telja að lík­lega sé verið að spara fjár­muni með flutningi á Grens­ás. Alla­jafna yrði því fagnað að æ færri neyðist til að dvelja í ein­angruninni sem felst í hús­næðinu á Ás­brú, en ekki nú.

„Að­stæðurnar í Reykja­vík eru hræði­legar. Það eru að minnsta kosti tveir í nánast öllum her­bergjum og í sumum her­bergjum dvelja 4-5 manns. Þau neita að taka í reikninginn að sumir sem dvelja í búðunum glíma við undir­liggjandi sjúk­dóma og eru í há­á­hættu­hópi vegna CO­VID-19.“

Once again the Immigration office (ÚTL) is breaching basic human rights and puts our health and safety at risk. A lot of people have been moved from Ásbrú to a refugee camp in Reykjavík (Grensás). We do not know why exactly but we suspect it is due to it being too expensive to run the camp in Ásbrú. Under normal circumstances we would celebrate being able to live in less isolation than before, as we have been demanding for two years now. But making it so during Covid-19 pandemic, when people are supposed to stay more or less isolated, means these measures need to be done properly and with care. This is not the case with ÚTL. The living conditions in Reykjavík camp (in Grensás) are horrible. There are at least two people in almost every room and in some rooms they have put 4-5 people. They refuse to take into account that some people staying in this camp are chronically ill and in high risk groups when it comes to Covid-19. The instruction issued on covid.is by the Chief Epidemiologist concerning people who are at increased risk of serious illness should they get infected with Covid-19 refer to: -Elderly people -people with cardiovascular diseases, -high blood pressure, -diabetes, -chronic obstructive pulmonary disease, -chronic kidney failure -cancer. In the video attached you can see what a two person room looks like; the water is not working, there is no ventilation and we are not provided with nor allowed to bring the smallest furniture to keep our clothes and few belongings. In addition there are only two sanitary facilities shared by 32 people. This is a clear breach of human rights and goes against Icelandic legislation on the matter, which states that the maximum number for people sharing bathroom in a living facility is 10. Everyone knows that sanitation is one of the most important prevention methods to combat further outbreak of Covid-19, even if ÚTL would full fill the 10 person limit, which they do not, one has to wonder whether this should not be even more strict with the pandemic. Here you can see the legislation: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/4555 (See especially "Fylgiblað 2). ÚTL is risking lives and health of people that come to Iceland to seek international protection. This should not be tolerated by a society that values and respects human rights and dignity. It is worth to mention that by increasing the risk of a Covid-19 outbreak amongst people seeking international protection the immigration office also puts their own staff at increased risk as well as our lawyers who are Red Cross workers. Many asylum seekers complained to the Red Cross many times about poor housing and poor living conditions. The Red Cross confirmed that they discussed with UTL, but utl insists on harm to asylum seekers. We urge you to show us solidarity by sharing this post, talking about this reality to people around you and by sending e-mails or phoning the immigration office: phone: 444 0900 e-mail: utl@utl.is or/and the Ministry of justice: phone: 545 9000 e-mail: dmr@dmr.is The authorities say that we are all in this together. Let's make them stand by that in action as well and leave no one behind!

Posted by Refugees in Iceland on Monday, 7 December 2020

Í­búar á Grens­ás allajafna ánægðir

Þór­hildur Ósk Haga­lín, upp­lýsinga­full­trúi Út­lendinga­stofnunar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið aðra sögu af að­stæðum íbúa á Grens­ás.

Hún segir einungis eina koju í her­bergjum, þar sem tveir gisti al­mennt, aldrei fleiri. Það sé leitt að geta ekki boðið upp á ein­stak­lings­her­bergi, en ljóst sé að í­búar búi einungis tíma­bundið í húsinu.

„Það eru tæp­lega 40 ein­staklingar sem búa í húsinu um þessar mundir. Það eru átta salerni í húsinu en það er verið að endur­nýja þau. En það eru bara tekin tvö og tvö í einu. Þannig sex eru að­gengi­leg sem stendur,“ segir hún.

Myndbönd sem íbúinn sendi Fréttablaðinu sýna aðstæður á salernum fylgja fréttinni.

Af hverju segir þessi maður þá að honum standi til boða tvö salerni?

„Ég get í raun ekki svarað fyrir það. Húsið er á tveimur hæðum og það getur verið að það sé á þeirri hæð sem hann er á, ég þekki það ekki, ég veit bara að húsið er á tveimur hæðum og þau væntan­lega dreifast á milli hæða,“ segir hún.

„Það dvelja að megin­reglu tveir í hverju her­bergi. Það eru aldrei fleiri en tveir. Það eru ein­staka til­vik þar sem er um að ræða ein­stak­linga sem eru í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, þar sem um er að ræða til að mynda and­leg veikindi og þá eru þeir ein­staklingar einir,“ segir Þór­hildur.

„Varðandi sótt­varnir að þá er öllum út­vegað, inni á bað­her­bergjum og allir hafa að­gang að spritti og grímum eftir þeirra þörfum. Það er gætt að því eins og hægt er,“ segir Þór­hildur.

Hún segist ekki hafa heyrt af til­vikum þar sem 4-5 dvelja saman í einu her­bergi, líkt og flótta­menn full­yrða sjálfir á Face­book síðu sinni. Hún bendir á að ein koja sé í hverju her­bergi.

„Þannig það er tví­mennt í her­bergi og ekki fleiri, nema um sé að ræða fjöl­skyldu­her­bergi eða eitt­hvað slíkt. En í úr­ræðum fyrir staka karl­menn þá eru það tveir.“

Að­spurð út í mynd­bönd sem Frétta­blaðinu barst í morgun þar sem sjá má bað­her­bergi þar sem ekki virðist vera boðið upp á sápu, segir Þór­hildur að mögu­lega sé á­stæðan sú að verið sé að þrífa hús­næðið á þeim tíma sem mynd­bandið er tekið upp. Megin­reglan sé sú að boðið sé upp á sápu.

Hún segir skjól­stæðinga stofnunarinnar alla­jafna á­nægðari á Grens­ás en í öðru hús­næði stofnunarinnar. „ Við getum því miður ekki boðið öllum um­sækj­endum upp á sem koma til Ís­lands og sækja um al­þjóð­lega vernd upp á ein­stak­lings­her­bergi. En sem betur fer er þetta bara alltaf tíma­bundið, fólk dvelur ekki í hús­næði Út­lendinga­stofnunar árum saman,“ segir Þór­hildur.

Vísar hún til þjónustu­samninga við sveitar­fé­lög sem taka við ein­stak­lingum sem dvalið hafa þar lengst. „En því miður getum við ekki boðið upp á annað en þetta og ekki allir sáttir við það.“